Já ég veit eiginlega ekki hvers vegna í ósköpunum ég er að rembast við að blogga. Þegar maður er að kenna og í kennaranámi þá er einhvernveginn voðalega lítið spennandi að gerast. Þar fyrir utan hefur maður svo afskaplega lítinn tíma til að sinna hinum ýmsu áhugamálum....hvaða áhugamál svo sem það eru??"!" Ég hafði nú oft heyrt hvað kennarastarfið væri nú mikil vinna og svona en bjóst svo sem ekki við að það væri meira en gengur og gerist hjá öðru fólki í öðrum störfum. Við skulum bara orða þetta svona....vona að þetta sé bara svona fyrsta árið. Það er ótrúlega tímafrekt að koma sér upp sínum "kennslupakka", búa til sín eigin námsmatstæki og átta sig á hvað sé í boði fyrir krakkana. En ég er ekki að kvarta...kannski kvartar Óskar bráðum á blogginu hans....en mér finnst þetta mjög gaman og ég hlakka bara til að takast á við vinnudaginn.
Ég gaf mér þó tíma til að skreppa á tónleika fyrir tæpri viku síðan. Friðrik Ómar tók rúnt um Suður?land...Austur?land..Suð-austurland? allavega firðina og kom síðan við hér. Prógrammið hans eru lög Vilhjálms Vilhjálmssonar ásamt nokkrum öðrum perlum við undirleik Grétars Örvarssonar. Tónleikarnir voru haldnir í Hafnarkirkju og plataði ég Kollu og Sonju með mér. Og svona af því við vorum í guðs húsi, þá verð ég bara að segja "Guð minn góður hvað var gaman". Þessi ungi drengur hefur ekkert eðlilega fallega rödd. Það er eins og hann hafi ekkert fyrir þessu. Hann söng í 1 og 1/2 tíma svo gott sem non stop og rabbaði aðeins á milli laga sem var þrælskemmtilegt. Það myndaðist svo skemmtileg stemning og gott andrúmsloft. Þegar maður er svona nálægt söngvaranum þá er eins og hann sé bara kominn inn í stofu. En já sem sagt hrikalega gaman og ég var lengi að ná mér niður, enda ekki til fallegri lög í heiminum en þau sem VV söng i den.
Nú langar mig bara á fleiri tónleika...plíís vill einhver koma á Höfn?
KV, Íris
fimmtudagur, 25. september 2008
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)