Jæja, þá erum við mæðgur komnar heim eftir frábæra ferð til Kaupmannahafnar. Það er alltaf góð tilfinning að vera þar, og ekki skemmir að vera í æðislegri íbúð Marínar móðursystur, sem er örstutt frá Strikinu og Nyhavn, og í góðum félagsskap. Það er auðvitað mikill kostur þegar mikið er verslað, þá tekur bara 10 mín að skreppa í íbúðina með varninginn og halda svo áfram;)Við drukkum ófáa julebryg og hvítvín, sem var kærkomin tilbreyting.
Brúðakjólamátunin var skrýtin upplifun. Maður er auðvitað ekki vanur því að máta svona flík (sem betur fer) og mér leið lengi eins og rjómaköku. Þjónustan var alveg frábær og hún Bettina vissi alveg hvað fór mér og útskýrði allataf hvers vegna og hvers vegna ekki og allt það. Mamma, sem er með músarhjarta eins og ég, fékk tár í augun þegar ég var komin í rétta kjólinn, þannig að það má búast við miklu táraflóði þegar stundin mikla rennur upp. Hildur var með okkur líka, og það var rosalega gaman hjá okkur. Fann meira að segja kjóla á stelpurnar, sem eru voða sætir sumarkjólar. Nú þarf bara að bíða....lengi!
Hún Dagmar Lilja varð 4 ára í gær og hélt upp á það með því að bjóða til veislu nokkrum vinum af leikskólanum, og síðar um daginn ömmum og öfum. það var mikið fjör, en 2 klst er sko meira en nóg fyrir þennan aldur!! Hún var alveg að spila út greyið og vissi ekkert hvernig hún ætti að haga sér, svo úr varð heljarinnar show með ups and downs :) Við setjum fljótleg inn myndir á síðuna þeirra systra.
Svo fer að líða að prófinu eina og sanna, sem ég er engan veginn að nenna. En, illu er best af lokið!!
Elín mín er alveg að spila út inn í herbergi, á að vera sofandi, svo það er best að sinna frökeninni.
Læt heyra í mér eftir prófið, það verður vonandi glaður og sæll kennaranemi sem skrifar pistilinn þá!
Kv, Íris Heiður
sunnudagur, 25. nóvember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hæ hæ og velkomin heim á klakann!
Gaman að þetta hafi verið svona skemmtileg ferð, Köben er engu lík :)
Til hamingju með dömuna stóru, þetta er fljótt að líða.
Hlakka til að sjá nýju myndirnar.
Bestu kveðjur úr kuldanum á Ísafirði,
Heiðrún R og family.
Til hamingju með stelpuna:-)
Rosalega var gaman að ramba á ykkur í Köben... átti enganveginn von á því!
Knús til ykkar frá Odense
Til hamingju með dömuna. Ótrúlega er tíminn fljótur að líða. Vona að allt hafi gengið vel í prófinu. Gott að vera búin með þennan pakka. Bestu kv. Elsa Lára.
Skrifa ummæli