sunnudagur, 20. apríl 2008

Fjórhjól og freknur

Undanfarnir dagar hafa verið hreint frábærir í alla staði. Síðasta föstudag fórum við Elín til RVK og fengum sett í hana rör og nefkirtlar teknir. Flugið og aðgerðin gengu eins vel og hægt er að óska sér. Hún var ægilega reið þegar hún vaknaði af svæfingunni, en jafnaði sig um leið og við fórum út af læknastofunni. Þar inni voru allir í grænum skurðlæknafatnaði sem henni leist ekkert á og vildi komast út hið snarasta. Í gær var hún svakalega brött og var úti að leika í blíðunni allan daginn með Dagmar Lilju, systrunum í þarnæsta húsi og okkur Óskari. Það er nú meira hvað gott veður hefur mikið að segja. Við drifum okkur út í garð og tókum hann aðeins í gegn, eigum reyndar eftir að klippa tréin aðeins. Þær systur fengu fullan kassa af útileikföngum og garðslönguna, og þá var allt í himnalagi -hægt að drullumalla og skíta sig út...það er bara gaman. Ætlun að finna einhvern kofa handa þeim þar sem þær geta drullumallað að vild, það gefst líklega ekki tími til að smíða einn eins og útlitið er núna, annað sem þarf að huga að. Síðan var grillið þrifið og borgurum skellt á sem voru snæddir með bestu lyst. Þannig að gærdagurinn kom okkur í sumargírinn sem er síður en svo leiðinlegur gír að vera í!
Í dag virðist veðrið ekki ætla að svíkja okkur. Byrjuðum á því að fá okkur morgungöngu til Ara og Inguló og fengum okkur snarl. Pabbi var að kaupa fjórhjól þannig að Óskar og Dagmar drifu sig þangað á meðan Elín leggur sig. Veit samt ekki hvort þeirra er spenntari...held Óskar :)
Vona að sólin skíni á ykkar bæ!!
Kv, Íris með fullt af nýjum freknum

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

gott að litla er hress og að allt hafi gengið vel ; )

vona að hún hafi verið hræddari við mennina í grænu sloppunum heldur en mig síðustu jól : /

litla barnið mitt finnst bara gaman að heyra í mér, það fer allt í gang þegar ég kem heim eftir skólan ; )

bið að heilsa og gangi ykkur vel með brúðkaupsplönin, Við erum ekki ennþá búin að fá kort, eru þið hætt við? eða er okkur kannski ekki boðið?

Hildur skilar góðri kveðju

bæjó

Nafnlaus sagði...

Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my blog, it is about the Wireless, I hope you enjoy. The address is http://wireless-brasil.blogspot.com. A hug.