föstudagur, 11. júlí 2008

Hjónin




Hér eru tvær myndir af okkur nýgiftu. Fleiri eru á leiðinni en fyrir þá sem ekki voru á staðnum (og auðvitað líka þá sem voru á staðnum) þá getiði séð hversu gríðarlega myndó við vorum þennan daginn :)
Blómvöndurinn minn var gerður af Tobbu og Mæju móðursystrum mínum og var allt hráefni hans fengið úr guðsgrænni náttúrunni, nánar tiltekið í görðunum hjá Lóu í Hjarðarnesi og tengdamömmu. Mér fannst það alveg frábært að hafa vönd í höndunum sem þær sáu um að útbúa, eitthvað svo persónulegt...og ekki er hann síðri en keyptur vöndur!!! En án þeirra móðursystra, vinkvenna og vina okkar Óskars, mömmu, pabba, tengdaforeldra og systkina þá hefði þessi dagur verið kaos!! Það er bara svo einfalt. Takk takk takk og þúsund kossar til ykkar.
Annars eru stelpurnar loksins að komast í sumarfrí, síðasti dagurinn í leikskólanum er í dag. Það er margt á döfinni, en þó verðum við Óskar eitthvað að vinna, en tökum kannski langar helgar ef veðurspá er góð. Síðan er það Rhodos 26. júlí, en Króatíuferðin var búin að hækka svo gríðarlega mikið að okkur fannst það fásinna að eyða 250 þús krónum í vikuferð. Við erum alveg jafn spennt fyrir Grikklandi og teljum dagana!!
Meira síðar.....
Íris

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þið eruð alveg stórglæsileg brúðhjón. Ég trúi vel að þessi dagur hafi verið frábær :)
Hafið það gott í ferðinni og innilega til hamingju aftur :)

Nafnlaus sagði...

Nafnið mitt átti nú að koma þarna með :Þ
Bestu kveðjur,
Heiðrún Rafns.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Glæsileg eruð þið.

Nafnlaus sagði...

Þið eruð langflottust og innilega til hamingju. Hugsaði til ykkar mikið og langaði SVO mikið að vera á staðnum. Bíð bara eftir fleiri myndum:-)
Hilsen, Eva Björk

Nafnlaus sagði...

Hafið það súper gott í fríinu ykkar:-)
Hilsen, Eva Björk

Nafnlaus sagði...

Goda ferd til Grikklands. Vona ad thid hafid thad gott hjonakornin, saman tvo, barnlaus og allt thad. Knus og kossar, Eva

Nafnlaus sagði...

Kæra Íris mín.
Tillykke með daginn þinn í gær:-)
Vona að þið hafið haft það gott í fríinu ykkar og hlakka til að heyra frá því.
Knús frá DK
Eva Björk