Þá fer að koma að því, 31. jólin mín. Eðlilega man ég ekki eftir þeim öllum, en ein og ein minning poppar fram annað veifið. Mér eru sérstaklega minnisstæð þau jól þar sem ég hefði komist að því hvað ég fengi í jólagjöf frá pabba & mömmu fyrir aðfangadag. Ég var með eindæmum forvitið barn og ég var alltaf jafn svekkt út í sjálfan mig eftir að ég hafði fundið leynipakkastaðinn og séð gjöfina handa mér, en samt gerði ég þetta!! Ég er þekkt fyrir mitt músarhjarta og sem barn var ég voðalega lítið hrifin af jólasveinum. Þegar ég var 4-5 ára bjuggum við í Bolungarvík og eyddum jólunum með Tobbu systur mömmu og Kristjáni manninum hennar. Á aðfangadagskvöld er bankað á útihurðina og mitt litla hjartatók kipp!! Inn kom jólasveinninn og ég sat sem fastast í fangi mömmu og þorði lítið sem ekkert að gera. Eftir að sveinki fór aftur og við fórum að ræða þessa upplifun betur, hafði ég aðeins eitt að segja og það var ,,Af hverju var jólasveinninn í konustígvélum?" Þá hafði Tobba skellt sér í búning og leðurstígvélin sín.... svona feminin jólasveinn!!
Þið sem ekki kannist við málið veltið eflaust fyrir ykkur hvaða mynd þetta er hér að ofan. Þessa mynd og fleiri myndir af bleikum femínistajólasveinum má finna á síðu einnar MJÖG harðrar femínistakonu hér á landi, Sóleyjar Tómasdóttur. Um er að ræða myndir af jólasveinunum ásamt texta sem prýða jólakort femínistafélags Íslands. Veit eiginlega ekki hvernig ég á að orða þetta en mér finnst þetta allt allt of langt gengið. Ég tel mig vera femínista og vil jafnrétti í einu og öllu....en þarf að blanda jólasveinunum í málið?!! Smekkleysu má kannski kalla þetta. a.m.k. leiðist mér þegar þörf umræða verður að vitleysu eins og þessari!!
Íris....rauði jólasveinninn
3 ummæli:
Írís mín-við eigum þá jólasveinahræðsluna sameiginlega, ég segi ekki meir.
Ég er að sjá þennan jólasvein í fyrsta skipti og verð ég að segja að mér finnast þeirra hlutverk eigi að vera ; hóhóhó.
Gleðileg jól til þín og þinna.
Svanfríður.
Já ég þoli ekki feminista....en hlakka til að hitta ykkur eftir áramótin.
kv Gumm
Þetta eru engir feministar, þetta eru einhverjar kerlingar sem ekki óska eftir jafnrétti. Þær vilja full heimsyfirráð og alveg sammála þér, þetta kort er nú "bad taste" de lux.
Skrifa ummæli