sunnudagur, 23. desember 2007

Gleðileg jól kæru vinir & vandamenn


Það styttist óðum í að klukkurnar hringi inn jólin. Nóg er á dagskrá morgundagsins og því tilvalið að henda nokkrum hugsunum á "blað" í kvöld. Ilmurinn af hamborgarhryggnum, klukknahljómurinn kl. 18 og útvarpsmessan í framhaldinu eru merki þess að jólin eru komin á mínum bæ. Þegar stelpurnar eldast förum við kannski með þær í messu, en það verður ekki þessi jólin. Við erum búin að skreyta þetta fína tré sem Óskar og Dagmar völdu í vikunni. Dagmar er loksins komin á þann aldur að hún er farin að skilja meira og taka þátt í udirbúningnum á margan hátt, sem okkur foreldrunum finnst svo skemmtilegt. Hún tók t.d. mjög virkan þátt í að skreyta tréð fyrr í kvöld, skrifaði á pakkaspjöld og skreytti piparkökur svo eitthvað sé nefnt.
Ég var að horfa og hlusta á hana Svanfríði á bloggsíðu hennar, en hún býr í USA. Það er eitthvað við þennan tíma sem veldur því að hugsanir manns fara á fullt, jákvæðar hugsanir. Á hverju ári á þessum tíma hugsa ég hvað ég er einstaklega heppin og rík að eiga frábærann mann og tvo gullmola. Ég fyllist þakklæti fyrir það hvað ég á góða að, yndislega fjölskyldu og góða vini. Við Svanfríður eigum nefnilega það sameiginlegt að í okkur báðum slær agnarlítið músarhjarta og á þessum tímum, sérstaklega, verður maður e-ð svo viðkvæmur.


Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að ykkur öllum líði jafn vel í hjartanu og mér :)

Íris

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég tek undir með ykkur Svanfríði, þessi tími fær mann til að hugsa um sig, sína og hvað maður er happinn. Jólaskapið er að koma hjá mér eftir mikla törn í skólanum en hún er langt frá því að vera búin en ég tók þá ákvörðun að hugsa ekkert um skóla þessa helgi og næstu 2 daga. Vorum líka rétt í þessu að skreyta jólatréð og hlusta á íslensk jólalög þannig að jólin eru komin hjá okkur:-)
það eru engin jólakort farin frá okkur enn vegna anna, þannig að ég sendi ykkur kæru vinir, mínar bestu jólakveðjur yfir hafið og knúsið hvert annað frá mér.
Jólaknús, Eva Björk

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Frá einu músarhjarta til annars...láttu friðinn umlykja þig og þitt fólk. Hafðu það gott um jólin, Svanfríður

KREPPUBILAR sagði...

hæ besta frauka norðan alpafjalla! Takk fyrir pakkann!!! Marín sendir knús!
ég var að reyna að senda þér myndir og almennilegt bréf á hotmail adressuna þína en fæ alltaf endursent. Ertu komin með nýtt netfang?
Sendu mér línu á annamarinschram@gmail.com
ÁST