föstudagur, 4. janúar 2008

Hún er eins árs í dag!!

Já það er stutt á milli afmæla þeirra systra, aðeins rúmur mánuður síðan að Dagmar Lilja varð 4. ára. Fyrir ári síðan fæddist hún Elín Ósk, heilu ÁRI síðan. Ætlum að bjóða fjölskyldunni í kaffi á morgun, vonandi hefur fólk ennþá matarlyst eftir jólaátið!

En hér er litla prinsessan okkar nýfædd og orgar eftir mjólk!!

Og hér er hún með stóru systur um ári síðar! Mikið svakalega er ég heppin :):)

Þangað til næst...... og gleðilegt ár!

Íris

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með dömuna :)
Vá, er virkilega svona langt síðan ég kíkti á ykkur í Reykjavík þegar litla skottan var bara nýfædd!
Verst að það er svo langt á milli okkar núna, væri til í að droppa inn í kaffi :)
Bið kærlega að heilsa öllum,
Heiðrún á Ísafirði, far far away ;)

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Til hamingju með Elínu og bara lífið.
Svanfríður