laugardagur, 23. febrúar 2008

Allt í plati!

Já, bælið lifnaði við en bara í smá tíma...oooooooohhhhhhhhh. Elsku litla Elín mín komin með í eyrun AFTUR og að þessu sinni er hljóðhimnan í öðru eyranu sprungin en mikil bólga í hinu. Það er svo merkilegt að þessi veikindi undanfarið hafa alltaf blossað upp á nóttunni og um helgar. En núna er heimsókn á heilsugæsluna lokið og hún s.s. komin á pensillínskammt nr. 4 og tegund nr. 4, ekki gott :( Vonumst til að fá tíma hjá sérfræðingi í vikunni og fá í framhaldinu tíma fyrir barnið í röraísetningu, annað er ekki hægt í þessari stöðu.
Ég ætlaði að skreppa í borgina á mánudainn og vera fram á föstudag vegna staðlotu í skólanum, en það verður ekkert úr þeirri ferð því miður. Hefði þurft að klára stærsta verkefni annarinnar um helgina með stöllu minni hér á Höfn, en það mun að öllum líkindum ekki takast vegna veikindanna og því þarf ég að blása ferðina af og vinna í verkefninu í vikunni.
En annars er allt gott af öllum öðrum í familíunni og hún Dagmar mín skrapp á ístöltmót á Eiðum með ömmu Ellu og afa Pálma. Ég hugsa um það oft á dag hvað það er yndislegt að hafa ömmurnar og afana svona nálægt okkur, og ég segi nú bara alveg eins og er, að ef ömmurnar væru ekki á staðnum þá væri ég í mjög DJÚPUM SK.. í náminu. Ég er þeim innilega þakklát og vona að þær viti það nú þegar.
Jæja ég held ég bulli ekki meira í bil og fari að sofa eftir 29 tíma vakt!
ZZZzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz.......................

6 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

æi, elsku Elín litla. Mikið vona ég að þessu helv....fari nú að ljúka. Ég krossa fingur. Ég veit að ég hef aldrei séð stelpurnar þínar og hef ekki séð ykkur skötuhjú í mörg ár...en ég leyfi mér þó að biðja þig um að kyssa hana frá mér...kannski að kossar frá öllum hjálpi:)? Maður veit aldrei.
Vonandi hvílistu í nótt, kveðjur,Svanfríður

Egga-la sagði...

Fuss og svei.Ekki gaman að svona veirum sem ekki vilja fara. Aumingja litla frænka mín.Vonandi getur sérfræðingurinn gert eitthvað fyrir hana.

Nafnlaus sagði...

ÆÆ vonandi fer hún að lagast greyið.

Kveja úr borginni (við söknum ykkar)

Enika og co

Nafnlaus sagði...

Æi ekki gott að heyra. Vonandi færðu það bara í gegn að rör fari í litlu eyrun....þau hafa bjargað geðheilsu margra íslendinga.

Við ætlum að kíkja á Höfn um páskana og það er núþegar komin fiðringur í mannskapinn....enda alltof langt síðan við höfum komið í heimsókn.

Vonandi fer heimilishaldið að komast í rétt horf.....

Batakveðjur frá okkur að norðan
knús, knús

Nafnlaus sagði...

Æ æ, leiðinlegt að heyra, litla skinnið ;(
Sendi batastrauma héðan frá okkur.
Vonandi fer allt að lagast.
Kveðja, Heiðrún og co.

Nafnlaus sagði...

Nú vona ég að þetta sé allt búið hjá litlu snúllunni. Þetta er soldið mikið fyrir svona lítinn kropp.
Bestu kveðjur til ykkar allra úr roki og rigningu... ég sem hélt að það væri komið vor!
Eva Björk