Mikið lifandi skelfingar ósköp er ég fegin því að heilsa dætra minna sé komin í lag 7-9-13. Nú er lífið farið að taka aftur á sig hina hversdagslegu mynd, allir í sinni vinnu, kátir og glaðir eins og það á að vera. Nú þarf ég að taka mig á í lærdómnum og vinna upp það sem ekki gafst tími fyrir að framkvæma, en það er pís of keik.
Nú erum við skötuhjúin farin að hugsa um allt aðra hluti en veikindi, nefnilega brúðkaupið og ýmislegt sem því viðkemur. Nú er farið að vinna í boðskortum, erum með mjög áreiðanlegan starfskraft sem sér um þau mál, hana Helgu Dís:) Nú bíðum við spennt eftir útkomunni. Svo er það brúðkaupsferðin sem á hug okkar þessa dagana, en fyrirhugað er að við TVÖ skreppum í viku til Króatíu þar sem við ætlum að dekra við okkur á góðu hóteli. Það skal tekið fram að við hótelleitina reyni ég að sigta út það hótel sem minnstar líkur eru á að sé yfirfullt af börnum...jámm ég viðurkenni það hér með! Svona er maður nú sjálfselskur :) Það er s.s. planið að fara í viku í byrjun Ágúst. Ef eitthvert ykkar sem les þetta hefur upplifað norðuhluta Króatíu, þá má hinn sami gjarnan deila þeirri reynslu með okkur.
Svo er planið að fara að hrista af sér spikið, því nóg er í boði í sveitinni. Ég gæti t.d. skroppið í blak, sundleikfimi, konu"fimleika" nú eða í ræktina og tíma hjá Kollu. Reyndar er badmintonið á óhentugum tíma, en það finnst mér skemmtileg íþrótt.
Nú jæja, ekki var það fleira að sinni.
Yfir til ykkar...Íris
þriðjudagur, 12. febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Nú verð ég alveg stressuð yfir þessum boðskortum!!!
Ekki gleyma að hringja í mig þegar er rólegt á ykkar bæ eitt kvöldið þessa vikuna.
Ohh-ég fæ fiðring í magann við lesturinn á undirbúningi brúðkaupsins. Það er strembið en ofboðslega gaman. Við hjónin hér upplifum vonandi brúðkaupsferðina okkar einn daginn, hefur ekki gerst enn. Sjálfselsk að vilja ekki vera ofan í fullt af börnum í ferðinni ykkar? Það er sko EKKI sjálfselska-bara prinsíp:)
Jii, elsku Íris og co. Það eru naumast veikindin. Gott að þetta er allt að komast í lag hjá ykkur.
Við höfum það bara fínt hér í Köben og reynum að fylgjast með ykkur á blogginu.
Kv. Linda og Peter
Kem heim á laugardaginn, ég skal hjálpa:)
Gott að heyra að dömurnar eru orðnar frískar, þetta hefur tekið á get ég ímyndað mér.
Gangi ykkur vel með undirbúninginn :)
Bestu kveðjur að vestan,
Heiðrún og co.
Skrifa ummæli