Það er með eindæmum hvað tíminn flýgur, sérstaklega núna þegar maður er orðinn svona "gamall" og hversdagurinn yfirfullur af verkefnum. Allt í einu er Dagmar Lilja á fimmta ári, litla sæta stelpan mín að fara í skóla á næsta ári. Þó hún sé bara 4 ára þá finnst mér á stundum ég vera með ungling. Þegar hún fær ekki það sem hún vill þá tekur hún gelgjukast og hótar manni öllu illu, s.s. : Þá færð þú ekki að koma í herbergið mitt! Þá mátt þú ekki koma í afmælið mitt! Þá lem ég þig fast í hausinn! og fleiri skemmtilegar athugasemdir um útlit mitt....: Þú ert ógeðsleg! Þú ert með ljótt hár! Þetta er ógeðslegt hús! og svona mætti lengi telja. Orðið "ógeðslegt" er ótrúlega vinsælt, sama hvort e-ð er ógeðslega flott eða ógeðslega ljótt.
Ég hélt að litlar 4 ára stelpur væru ekki mikið að spá í útlitinu.....I was wrong! Þó hún Dagmar mín sé oft að dressa sig upp, syngja og dást að sjálfri sér fyrir framan spegilinn þegar hún leikur frægar söngkonur, þá á hún það til að kritisera eigið útlit. Um daginn sagðist hún ekki ætla að vera með freknur þegar hún verður 5 ára. "Nú, ég er með freknur og það er bara mjög flott að vera með freknur", segi ég svona til hughreystingar. "Nei, það er ógeðslegt!" Hver er að spá í freknur á þessum aldri? Eiga börnin ekki bara að vera að leika sér og vera ligeglad um allt annað! Svo eru það áhrifin úr umhverfi barnanna sem upp á síðkastið hafa sýnt sig að vera töluverð, t.d. auglýsingar. Dagmar spurði mig um daginn hvort ég ætlaði ekki að fá mér svona krem fyrir brúðkaupið svo ég fengi svona sléttan háls?#!"#$"%#$%# Bíddu...er ég ekki með sléttan háls? Þarf að tékka á þessu. Reyndar hefur hún ekki talað um lengi að hún sé feit hér og þar....mikill léttir!
Svona er þetta nú stórmerkilegt. Kannski er þetta bara eðlilegt, sérstaklega hjá stelpum.....en 4 ára......come on!
Reyndar er hún Dagmar mjög skýr og er fljót að tileinka sér ýmislegt sem hún heyrir og sér. Ef hún fengi að ráða þá væri Popp-tv á allan daginn, því hún dáir alla þessa listamenn og tónlist, en verst hve margir þeirra eru fáklæddir og dansarnir glyðrulegir. Langar ekkert sérstaklega að Dagmar fái þá hugmynd í kollinn að bert hold og titrandi rasskinnadans og glennuskapur sé eftirsóknarvert. Mikið er leiðinlegt að sjá hvernig ímynd konunnar birtist okkur víða. Annað hvort eigum við að versla krem í tonnatali til þess að þroski okkar sjáist örugglega ekki, eða þá að vera fáklæddar og grindhoraðar. Þá kýs ég frekar þá ímynd sem var hvað mest áberandi upp úr miðri síðustu öld: heimavinnandi húsmóðir, með svuntu, kökukeflið í annarri, krakkann á mjöðminni og ryksuguna í hinni, brosandi glöð og hamingjusöm og allt tandurhreint og fínt!
Og hana nú...
Íris
miðvikudagur, 30. apríl 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
hehe, góð : )
Ég myndi segja við Dagmar að popp Tíví væri hætt, farið til helvítis þar sem það á heima.
hehe, góð : )
Ég myndi segja við Dagmar að popp Tíví væri hætt, farið til helvítis þar sem það á heima.
Ég brosi nú út í annað þegar les þennan pistil. Ég á nú einn sem er að verða níu ára sem bendir móðir sinni reglulega á að ,,bumban sé nú enn til staðar, þó svo að Anna Rakel sé komin í heiminn" og svo bendir hann mér nánast undantekningalaust á að "hydroxicut" gæti nú hjálpað mér að ná bumbunni af mér. Svo má ekki gleyma krem auglýsingunni frægu um undraefnið sem fjarlægir "appelsínu húðina"´. Hann bendir mér á þetta í góðri meiningu í hvert skipti sem auglýsingarnar hafa rúllað í gegn ;) skil ekkert í þessu ;)
þessar elskur byrja snemma að spá og spekulera í útlitinu.....ég held þó að stelpurnar séu fyrri til.....alla vega hvað varðar eigið útlit ;)
bið að heilsa í kotið
kv. Erla
Blessuð vertu Baltasar fór oftan en einu sinni í jakkafötum í leikskólann því hann vildi vera fínn.Þau vita bara hvað þau vilja. Hættulegt þetta með holdafar samt.
Mér fannst síðasta málsgreinin djöfulli góð og ég styð hana frekar en það sem kom að ofan.
Ekki eru það þið sem komið þessu inn í hausinn á stelpunni og þá er hægt að sjá hversu auglýsingarnar í raun, geta verið hættulegar. Var ekki alltaf sagt að freknur bæru vott um hreysti? Spegúleringarnar eru miklar hjá ungri dömu:)
Hafðu það gott.Svanfríður
p.s ég var alltaf að vona að ég sæi þig heima en það gerðist aldrei. Ég sá Óskar 3var sinnum held ég og sýndist mér hann vera syngjandi kátann:)
Jæja best ég láti nú verða af því að kvitta hjá þér Íris. Ég kíki nú stundum hingað inn þegar maður rúntar um bloggsíðurnar.
Þessi færsla er nú bara snilld...akkúrat þetta sem við vorum að ræða um daginn..að þessar litlu dúllur,ekki eldri en þær eru skulu vera farnar að spá í helst öllu og helst ekki seinna en í gær...ótrúlegar!!!
Kannast vel við þetta...það er eins og maður sé í elífri valdabaráttu:)
Hafið það gott
kveðja af Júllatúninu
takk fyrir góðan póst,, veldur mér líka áhyggjum,, ég á tvæt dætur eins og þú veist,, og það hræðir mig að það sé orðið norm að glenna sig í tónlistarmyndböndum,, en hey,, þetta er náttúrulega ekki tónlist heldur popp,, læt þær bara hlusta á Tom Waits,,,
kveðja Daði
Þetta er það allra besta blogg sem ég hef lesið lengi. Við mamma erum búnar að vera hérna grenjandi úr hlátri og það tók okkur langann tíma að þræla okkur í gegnum bloggið því við hlógum svo mikið.
Þegar ég var búin að lesa um gelgjukastið hennar Dagmar Lilju þá sagði mamma "bíddu er hún að tala um hana Dagmar sem var hérna í gær, það getur ekki verið" :O) Ég á alveg eftir að sjá þessa hlið.
Frábært blogg takk fyrir!!
kveðjur handan hólsins, Hildur
Skrifa ummæli