Það ætti að seinka þessum blessaða fyrsta sumardegi. Í dag er skííítakuldi! Það er reyndar þannig með veðrið á þessu skeri að allt í einu er bongóblíða (á íslenskan mælikvarða) en svo tveimur dögum seinna er slydda eða snjókoma, frost og kuldi. Ég vildi að sumrin hérna væru a.m.k. eins og dönsk sumur, það væri mikill kostur og þá þyrfti maður ekki alltaf að vera með stöðuga útþrá í sól og hita. Þá gætu Íslendingar líka hætt að eyða svona gígantískum upphæðum í sólarlandaferðir og reynt að slaka aðeins á heima hjá sér í staðinn.
En nóg um það, þetta mun víst ekki breytast þó ég tuði um þetta endalaust..................
Ég er með Elínu Ósk í aðlögun í leikskólanum sem gengur því ver og miður ekki alveg eftir bókinni (reyndar er engin slík bók til um hina fullkomnu aðlögun, en þið vitið hvað ég á við:). Hún er líka svo lítil greyið og ef ég hefði fengið einhverju ráðið þá hefði ég viljað byrja með hana í leikskólanum í ágúst, eftir sumarfrí og haft hana hjá Birnu dagmömmu aðeins lengur. Planið var að byrja að vinna hjá pabba í Nettó strax eftir prófin, en aðlögunin ásamt magapest sem ég ætla ekki að losna við koma í veg fyrir það. Það er alltaf eitthvað!!! Kannist þið við svona? Um leið og maður er með eitthvað fullkomið plan, þá gerist eitthvað.... ælupest, niðurgangur, eyrnabólga eða bara eitthvað...óþolandi!
Þetta er nú meira tuðið í manni, en svona eru sumir dagar einfaldlega. Ég er reyndar hæst ánægð með prófin mín, búin að fá flottar einkunnir og ætti því auðvitað að vera glöð og kát. Hvernig væri að hætta núna og skrifa aftur seinna þegar ég er komin úr tuðgírnum...gáfulegt:)
Over and out...
miðvikudagur, 21. maí 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Það má alveg tuða. Bloggið flottur vetvangur fyrir það:) Gangi ykkur vel og láttu þér líða vel.
Ja, thad tharf sko stundum ad tuda adeins. Eg geri thad mjog regluega. Er er bara svo leleg ad setjast vid tolvina ad eg kem tudinu sjaldan a svart og hvitt. Hlakka til ad sja ykkur mjog fljotlega. Eva
Skrifa ummæli