sunnudagur, 11. maí 2008

Dagur í lífi Ungfrú Nettó 2008!!!!

Já það var heint út sagt ótrúleg tilviljun að ég skuli hafa verið að tjá mig í bloggpistli gærdagsins um væntanlega gæsun, því ekki meira en 2 tímum síðar fór allt að gerast......
Um 2 leytið var ég sofandi sökum magapínu sem hefur verið að hrjá mig undanfarna daga og var vakin af Óskari sem sagði mér að löggan væri komin og vildi tala við mig...what??!!! Ég fer niður í forstofuna og þar standa Gæji lögga og hin löggan sem ég man ekki hvað heitir..hehe..þeir spyrja mig hvort ég hafi verið á subarunum í gær í miðbænum.....já.....það getur verið. "Já það sást til þín þar sem þú rakst utan í einn bíl og fórst svo bara..." - "HA?? Nei þetta er e-ð rugl" - "Jú það er búið að leggja fram kæru" - "Nei nei djöfulsins vitleysa......GUÐ....eru þær að fara að gæsa mig núna, ég trúi þessu ekki?" - "Nú ertu að fara að gifta þig?" - "Já" - "Komdu með okkur út það sést aðeins á bílnum þínum" - "Jájá...allt í lagi.....vá bara með ljósin á og allt" - Þá er mér afhent umslag þar sem m.a. stóð að ég ætti að kalla á þessar svokölluðu vinkonur mínar :) Ég fékk lánað "kallkerfi" löggunnar og sagði þeim að drulla sér til mín. Kemur þá ekki pallbíll með 7 gæsavinkonum innanborðs, sem sáu til þess að til þeirra heyrðist a.m.k. til Djúpavogar, þvílíkir lúðrar og flautur, blöðrum skreyttur bíll og það sem toppaði þetta voru stækkaðar myndir af mér frá því fyrir hundrað árum síðan, s.s. fermingarmyndir og kórónumyndir. Þær náðu mér gjörsamlega og þó ég hafi hugsað þetta og sagt við löggurnar að nú væri verið að fara að gæsa mig, þá trúði ég því einhvern veginn ekki.
Eftir nokkra sopa af áfengi lagaðist maginn (jeij!!) og mér skipað að klæðast furðufötum (reyndar fötum af Ibbu sys, en fyrir mér eru sum þeirra mjög svo furðuleg). Andlitið á mér var eins og diskókúla svo mikið glimmer og glans að það hálfa væri nóg og svo má ekki gleyma aðalatriðinu, eldeldeldrauðri hárkollu. Ég var hreint út sagt "drop dead gorgeus"...... Svo má ekki gleyma borðanum fallega, en ég var krýnd Ungfrú Nettó :):)
En gæsin fékk ekki far, heldur þurfti hún að labba niður á mjólkurstöð og finna þar bjór til þess að fá næstu vísbendingu og sæti á pallbílnum góða. Þá var haldið upp í Hafnarskóla þar sem við lékum okkur í aparólu og fleiri tækjum sem sáu til þess að fleiri en ég fengu magapínu þennan daginn :) Svo var farið niðrá bryggju þar sem ég þefaði upp tvo unga herramenn sem sigldu með okkur á gúmmíbát út í Mikley. Þar átum við og drukkum og skemmtum okkur vel. Við fengum meira að segja frábært skemmtiatriði á leiðinni, en hann Emil tók atriði úr Rocky horror show og var hrikalega flottur!! Síðan var komið að ansi merkum dagskrárlið. Ég var látin klæðast blautbúningi og þurfti að liggja á einhverjum uppblásnum belg og ríghalda mér því "I was going for a ride"!!! Já, ég hélt ég myndi deyja úr hræðslu, en svo var þetta alveg frábært og auðvitað stóð ég mig eins og hetja. Anna Marín og Kolla mynduðu herlegheitin og dóu úr hlátri....a.m.k. pissuðu þær á sig:)

Svo var farið á Jöklasetrið þar sem ég reyndi að halda fyrirlestur um Vatnajökul, en ég get ekki sagt að það sé mín sérgrein. Svo var bundið fyrir augun á mér og allt í einu er ég stödd í æfingahúsnæði hinnar margumrómuðu hljómsveitar Parket. Þar beið mín heldur betur tækifæri til að slá í gegn og ég efast ekki um það að ég geti leyst Pál Óskar af hvenær sem er. Þetta var hrikaleg gaman og við hlógum okkur máttlausar yfir mestu tilþrifunum..... en hey, maður gerir allt fyrir ástina!
Eftir stutt stopp hjá hjónunum á Lækjarbrekku tók við kærkomin afslöppun í heitum pottum í Hoffelli(held ég) í fínasta veðri. Að lokum var brunað upp í Lón, í bústað KASK, Arasel og þar var grillið tekið fram og singstar!!
Í dag er heilsan nokkuð góð miðað við aðstæður :):) Það eru ár og aldir síðan að ég skemmti mér svona vel og í svona frábærum hópi vinkvenna. Dagskráin var pottþétt og allt saman rosalega skemmtilegt, og það besta er að ég er ekki með móral...hehe
Ég vil þakka yndislegum vinkonum mínum, frænkum og systur, þeim Kollu, Önnu Marín, Sonju, Hildi, Guðrúnu, Höllu Katrínu, Möttu og Ibbu kærlega fyrir mjög skemmtilegan dag, fullan af óvæntum dagskrárliðum sem var hver öðrum skemmtilegri, haug af áfengi og góðum mat. Og auðvitað þakka ég líka öllum hinum vinkonum mínum sem því miður gátu ekki verið með okkur fyrir að vera samt með okkur í huganum :):) Mamma fær líka stóran koss................
Ástarþakkir.........þið eruð BESTAR!!
Gæsin


8 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

fær maður að sjá myndir?

Nafnlaus sagði...

Vá, trúi því að þetta hafi verið frábært, svona á að gera þetta :)
Og já, það væri ekki leiðinlegt að fá að sjá myndir frá þessum degi :)

Iris Heidur sagði...

Ég skal redda einhverjum myndum sem fyrst. Annars var þetta líka kvikmyndað og fyrir ykkur sem ekki voruð á staðnum grunar mig að sýnt verði frá þessum herlegheitum 28. júní n.k.

Nafnlaus sagði...

Vá, ekkert smá frábær og flottur dagur sem þú hefur fengið. Ekki leiðilegt að eiga þessar minningar.
Gott að heyra að prófin eru búin og að þér hafi gengið vel.
Hlakka líka til að sjá myndir af herlegheitunum öllum.
Knús
Linda

Nafnlaus sagði...

hæ elskan gaman að heira að þú sért ánægð, þá er tilgagnum náð, ég skemmti mér allavegana ógó vel er í fríi alla vikuna læt sjá mig kveðja sonja

Nafnlaus sagði...

Já mjög leiðinlegt að geta ekki verið með þér á þessum skemmtilega degi elskan,, aldeilis flott programm hjá þeim og gaman að allt heppnaðist svona vel. Hlakka til að sjá ykkur.

Kv Enika

Nafnlaus sagði...

ja það er alveg greinilegt að ég sé best, nefndir mig tvisvar:) En alveg frábært hvað þér fannst gaman og það var virkilega fyndið að vera edrú og fylgjast með ykkur í singstar! Fer að senda þér nokkrar myndir, en færð nú ekki að sjá allt fyrr en á stóra deginum:)

Nafnlaus sagði...

Hae elsku Iris, Vildi ad eg hefdi getad verid med ykkur. Er buin ad boka midann heim Hlakka svo til ad sja thig og thina, Knus og knus, Eva