Já nú er bjart yfir öllu, annað en í þegar síðasti pistill var ritaður :) Við erum farin að hlakka ótrúlega mikið til stóra dagsins sem nálgast óðfluga. Ég á erfitt með að trúa því að það sé að koma að þessu, það hefur alltaf verið svo langt þangað til...nema núna. Ég skrapp í prufugreiðslu til Ellýjar í fyrradag og lukkaðist það allt saman vel, enda höfðum við nákvæmlega það sama í huga. Óskar fékk fyrirmæli um að safna hári fram að brúðkaupi svo möguleikarnir á nýju lúkki verði meiri...hehe..hann er orðinn ansi lummó núna, ekki annað hægt að segja um það. Það eina sem mig vantar eru nærföt og þau réttu fæ ég ekki hér á staðnum, ég bara nenni ekki að fara alla leið til RVK til þess eins að kaupa nærföt...en ég veit ekki hvernig ég leysi þetta mál öðruvísi.
Annars er ég að vinna í Nettó, sem er bara fínt. Þar er alltfa nóg að gera og maður nær aldrei að klára allt það sem maður hefði viljað ná að gera þann daginn. Tíminn er líka merkilega fljótur að líða, sem er auðvitað mikill kostur því hangs á ekki við mig. Ég verða að vinna þar til stelpurnar fara í sumarfrí, um miðjan júlí. Stefnt er að því að skreppa í nokkrar útilegur með hjólhýsið þeirra mö og pa, en það verður a.m.k. farið norður til Bjarka og Co, annars verður reynt að elta góða veðrið sem verður vonandi til staðar.
Síðustu tvo daga hef ég verið uppí skóla að undirbúa næsta skólaár og þá aðallega dönskuna. Ég mun s.s. kenna 8. bekkingum íslensku og dönsku, ásamt því að kenna örum bekknum lífsleikni, sá bekkur verður umsjónarbekkurinn minn. Þetta er 92 % stöðuhlutfall og fyrir óreynda manneskju eins og mig verður þetta án efa meira en nóg ásamt náminu auðvitað. Ég er búin að fá allt námsefnið heim og stefni á að rifja upp hin ýmsu hugtök og heiti sem við koma íslenskri málfræði, en hana lærði ég eiginlega aldrei þar sem hún er að mestu kennd í gaggó og þá bjó ég í DK. En þetta er þarna einhversstaðar deep down under og þá er bara að draga þetta upp úr viskubrunninum. Þetta verður allt saman mjög gaman og ég hlakka mikið til.
Aðlögunin hjá henni Elínu minni er öll að koma, hún vælir slatta þegar við kveðjumst á morgnana en það stendur sem betur fer stutt yfir. Þær systur eru í leikskólanum frá 8-15 í sumar en neyðast til að vera til 16 þegar ég fer að vinna í haust. Þetta er ansi langur dagur finnst mér fyrir litlar manneskjur, en svona er bara Ísland í dag og peningarnir vaxa ekki á trjánum, því er nú ver.
Það er s.s. spenna og tilhlökkun í loftinu hér á Mánabrautinni....JEIJ!!
KV, Íris
fimmtudagur, 5. júní 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hvenær er stóri dagurinn?
Veistu að ég held að þú eigir eftir að standa þig vel í kennslunni í vetur og ég verð að segja að ég hefði alveg verið til í að hafa þig sem dönskukennara:)
Gangi ykkur vel með undirbúninginn. Heldurðu að þú getir ekki pantað undirföt á netinu í gegnum einhverja búðina heima? Það hljóta að vera ráð með það:)
Skrifa ummæli