mánudagur, 17. nóvember 2008

Veislur & eyrnalokkar

Já það er stór helgi framundan, eða öllu heldur helgar. Á laugardaginn n.k. verða litlu krúttin þeirra Hlyns & Hildar og Ibbu & Haffa skírð. Það ríkir mikil tilhlökkun og það verður gaman að eiga góðan dag með fjölskyldu og vinum. Ég er sérstaklega stolt yfir því að hafa verið boðið það skemmtilega hlutverk að vera guðmóðir lillu Hlynsdóttur og auðvitað tek ég það hlutverk alvarlega og geri mitt allra besta til að standa mig!!
Svo er "unglingurinn" á heimilinu að verða 5 ára, ójá! Hún er búin að bíða eftir því mjög mjög lengi. Það er nú ókosturinn við það að eiga afmæli seint á árinu, að maður þarf að bíða svolítið lengi og fara í mörg afmæli vina sinna áður en það loksins kemur að manni sjálfum. Vegna veisluhalda næstu helgi þá munum við halda upp á áfangann þarnæstu helgi. Unglingurinn bað um að fá göt í eyrun, sem hún fékk leyfi fyrir. Nú er hárið alltaf bakvið eyrun svo herlegheitin, "gulleyrnalokkar með bleikum demöntum", sjáist nú örugglega. Dagmar stóð sig eins og hetja og gaf ekki frá sér eitt einasta hljóð, þvílíkt dugleg. Svo sögðu mér leikskólakennarar í dag að ein skottan í skólanum væri bara með einn eyrnalokk, því þegar hún fann hve vont þetta var þá snarhætti hún við...hehe. Ég man bara að ég fékk mín göt á Akureyri og ég var nýorðin 6 ára. Það situr nú ekki í minningunni hvort ég hafi staðið mig jafn vel og dóttir mín...en ég held að mér hafi fundist þetta frekar vont. Best að vera ekkert að spyrja mömmu!

Annars er allt gott að frétta úr vinnunni og skólanum. Skólaárinu hér, og víða annarsstaðar, er skipt í þrjár annir og eru fyrri annarskil nýafstaðin með foreldraviðtölum og einkunnagjöf. Mér fannst mjög skemmtilegt loksins að sjá hvaða fólk á "börnin" mín og að spjalla aðeins. En þó að dagurinn hafi gengið áfallalaust fyrir sig og var eingöngu ánægjulegur, þá leið mér nú samt eins og ég hafi losnað við 100 kíló af herðum mér, eða sama tilfinning og þegar ég er búin í prófi...sem gekk vel auðvitað.

Jæja, hún Elín mín kallar á mömmu sína....en alveg frá því ég kom frá RVK úr staðlotunni er sú stutta mömmusjúk og ég þarf að gera allt...."etti babbi!"

Heyrumst!
Kv. Íris

2 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Kannast við þetta "etti babbi"
Ég vildi að ég kæmist í skírn hjá Ingibjörgu og Haffa..ég hlakka svo til að knúsa lilla mann þegar ég kem upp næst.
Dagmar er áreiðanlega þvílík pæja með eyrnalokkana sína:)

Unknown sagði...

Það er hrikalegt að missa af skírn litlu englana, það hefði verið gaman að hittast aðeins. Litli unglingurin stendur fyrir sínu og ég er mjög ánægður með hana að hafa tískuna á hreinu, þú mátt segja henni frá mér að mig hlakkar til að knúsa hana og kissa.....ekkert vera að segja það við hana Ellu Ósk, vill ekki að hún verði á nálum þangað til...:)

Bið rosalega vel að heilsa öllum

Kv Gummi Bró