útsýnið mitt. Þegar við fluttum í stóra og fína húsið okkar þá var ég með það alveg á hreinu hvar tölvuherbergið ætti að vera, nefnilega þar sem útsýnið er hvað best! Þegar maður situr á afturendanum svona flesta virka daga frá 9-3 þá skiptir þetta svo gífurlega miklu máli. Útsýnið gefur manni svo mikinn innblástur þegar heilinn er dofinn, sem á það til að gerast...believe you me. Útsýnið er sjaldan betra en einmitt á svona dögum eins og í dag. Smá frost, logn, heiðskírt, sólskin og allt hvítt...fjalla- og jöklasýnin er ólýsanleg...en mig langar samt alltaf í aðeins meira. Vildi að ég gæti fært húsið mitt nær golfvellinum svo ég hefði panoramaview. Spurning hvort golfáhugamenn myndu ekki sýna mér skilning og færa braut 1 eða 2, nú eða bara golfskálann? Einfaldast væri kannski bara að taka smá ofan af hólnum sem blokkerar útsýnið....
En yfir í allt annað. Nú styttist í að verðandi kennarinn þurfi að fara að æfa sig í kennslu 7 ára barna. Ég er búin að liggja yfir gerð kennsluáætlana með stöllu minni úr KHÍ og get ekki beðið eftir að þeirri vinnu ljúki...sem mætti gjarnan verða í kvöld!! Þá fara næstu tvær vikurnar í það að fræða blessuð börnin um íslenskar þjóðsögur og Kötlugos, svo e-ð sé nefnt...eins gott að kynna sér málin áður. Þetta verður kærkomin tilbreyting frá kyrrsetunni og einverunni hérna heima og verður ábyggilega líf og fjör!! Svo mun bara koma í ljós hvort mér takist að vekja áhuga þeirra...vil helst ekki að þau fari heim og kvarti yfir "nýja" kennaranum, eða "starfsmanni í þjálfun" eins og ein í bekknum kallaði mig alltaf í áheyrninni :)
Annars er Elín mín bara brött, enda enn að taka inn meðalið sitt.... en við bíðum bara eftir að sérfræðingurinn bjalli í okkur og kalli hana í rör. Annars væri það alveg eftir bókinni að hún fengi aftur í eyrum um páskana, en þá eru allir sjúkdómar BANNAÐIR og öll veikindi BÖNNUÐ. Við fáum nefnilega Bjarka bró, Erlu, Arnór og Önnu í heimsókn, og við nennum engu veikindastússi..og hana nú!!
Hafið það gott ..... kv, sveitapían með góða útsýnið
fimmtudagur, 28. febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Já ég sakna alltaf fjallana í Hornafirðinum. Ekkert jafnast á við landslagið þar.Alveg príma fínt.
Byrja á boðskortunum í næstu viku, fékk smá tröbbel með illustratorinn minn svo ég þarf að fá nýjan.
Oh, ekki amalegt útsýni, Fékk alveg heimþrá í íslenskt vatn og fjallloft. Ég er að fljúga fyrir Jetx, verð samt ekki lengur en út mars.
Hilsen frá Köben.
Knús, Linda
Hlakka alveg rosalega til að hitta ykkur um páskanna....ég er einmitt búin að panta frí frá veikindum þetta árið, er á leiðinni með Önnu Rakel til háls, nef og eyrnasérfræðing núna í dag...en hún er einmitt á sýklalyfjum við eyrnabólgu. Hún er búin að vera lasin núna þessa viku og Arnór Orri líka. Bjarki er að byrja að fá flenskueinkenni....og það er bara spurning hvenær ég byrja ;(
En annars hafið það gott....
Kveðja Erla
Eftir aðeins 15 daga fæ ég að berja augum því sem þú lýsir!!! Ekki slæmt:)
Aei, vonad ad Elin se ordin betri. Agalegt ad heyra med oll thessi veikindi. Frabert ad hafa gott utsyni, sakna thin, hlakka til ad sja thig i sumar gullid mitt, Knus og kossar, Eva
Ohhh, ég get sko alveg sagt þér að ég sakna útsýnisins í Hornafirðinum og sérstaklega þegar veðrið er svona!
Hafið það gott og vona að þið verðið öll veikindalaus um Páskana.
kv, Eva Björk
Írís mín-týndirðu lyklaborðinu af tölvunni þinni? Ef svo er, þá geturðu skrifað bréf með pistlinum og ég skal skanna það inn fyrir þig:)
Skrifa ummæli