miðvikudagur, 21. janúar 2009

Árið!

Já, ekki nema um mánuður síðan síðasta blogg var birt. Ég stend mig gríðarlega vel :) Kannski að ég hafi ekki þessa miklu þörf fyrir að tjá mig á bloggi. Það er kannski ekkert óeðlilegt miðað við að í starfi mínu tala ég frekar mikið og svo er ég í einum "föndurklúbbi", einum saumó og einum vínklúbbi...og þið sem kannist við slíkar samkomur vitið að þar eru bara málin rædd og etið þess á milli. Þannig að mér þykir ekki ólíklegt að ég leggi þessa bloggsíðu mína niður á árinu.

En, já nýtt ár er hafið, Elín Ósk orðin 2. ára og Dagmar byrjar í skóla í haust og þá er ég loksins búin með minn skóla, a.m.k. í bili. Það verður sko fagnað þá!! Vinna að lokaverkefni er hafin og er um rannsókn að ræða, þar sem við könnum hversu mikið danskan er í raun töluð í kennslustundum...það er eitt að segjast gera það og annað að framkvæma það síðan. Þetta er efni sem við vitum að leiðsögukennari okkar hefur mikinn áhuga á, því við ætluðum að gera allt annað. Þá er bara að drífa þetta af stað svo ritgerðin verði tilbúin 14. apríl!

Jólafríið var frábært og sérstaklega langt eitthvað núna fannst mér. Ég náði að klára "Mænd som hader kvinder", eftir Stieg Larsson sem var frábær og er byrjuð á bók 2 í þessari trílógíu en hún heitir "Pigen der legede med ilden" og er held ég enn betri en sú fyrsta. Ég elska að lesa svona góðar bækur og ekki spillir fyrir þegar þær eru um 500-600 bls að lengd. Það sorglega er að það er einungis ein eftir, sem segir sig sjálft þegar um trílógíu er að ræða, og enn verra að höfundurinn er ekki lengur á meðal oss. Hann lést áður en bækurnar komu út og náði því aldrei að upplifa þessar gríðarlegu vinsældir, né taka á móti öllum viðurkenningum sem bækur hans hafa hlotið. Skoðið því þessar bækur, mér finnst íslenskir krimmar fölna við samanburðinn!

Það er mikil tilhlökkun til næstu helgar, en þá er komið að Þorrablóti. Við Óskar fórum í fyrsta sinn í fyrra og skemmtum okkur mjög vel, nema að hljómsveitin var vægast sagt léleg. En nú er annað band sem mun sjá um "swingið" og því ekki að óttast að við munum deyja úr leiðindum.

Jæja, læt kannski heyra í mér aftur innan ????xxxx best að segja sem minnst um það.

Kveðja úr kotinu!