mánudagur, 25. júní 2007

Hátíð í bæ!!

Þá er að koma að því að við fjölskyldan flytjum á Mánabrautina, JúHÚÚÚ!!! Eftir langt og strangt vinnuferli erum við byrjuð að þrífa (sem er jú líka mikil vinna), en það er bara svo gaman að sjá fyrir endan á þessu. En VÁ hvað er rosalega skítugt! Það er s.s. hátíð í bæ á Mánabrautinni, en svo er líka að koma að Humarhátíð...og spáin....rigning en ekki hvað! Það hefur ekki rignt hérna í 3 vikur eða lengur...bíð bara eftir skógareldum eins og þegar ég var hjá henni Evu minni í Borrego í 50 stiga hita....kannski ekki alveg jafn heitt...og ekki skógur nálægt...nú jæja....
Já það sem er mest spennandi við humarhátíðina að þessu sinni er fyrsta ljósmynda- og málverkasýning Hlynsa bró. Ég hvet auðvitað alla sem mögulega geta að láta sjá sig og skoða frábærar myndir. Ég hef mikla trú á honum Hlynsa mínum!
Alltaf þegar ég ætla að skrifa pistil þá lætur hún Elín Ósk eins og hún hafi hvorki fengið vott né þurrt í marga daga, þannig að ég læt þetta gott heita að sinni. Næsti pistill verður vonandi skrifaður á Mánabrautinni :) JEIJ!

miðvikudagur, 20. júní 2007

Halló Hornafjörður!!

Hæ öll sömul!
Mikið svakalega er gaman að fá comment frá ykkur...takk fyrir það kæru vinir :)
Hér gengur lífið sinn vanagang, sem þýðir að við erum ekki flutt...VÆL..en svona er það nú bara. Allt þetta smotterí tekur svo langan tíma, en það er ekki eins og við séum bundin við einhverja ákveðna tímasetningu, þetta hefst þegar þetta hefst.
Hér er bongóblíða og við stelpurnar erum úti bókstaflega alla daga, allan daginn. Ég vona bara að þetta verði svona í ALLT sumar.
Já svona í lokin (Elín Ósk farin að kalla ansi ákaft á mömmu sína:), þá verður bryllup 12. júlí 2008...og hana nú!!!

miðvikudagur, 13. júní 2007

Lítil ástarsaga....:)

Þá er það ákveðið! Næsta sumar verður brúðkaupið haldið á landi ísa, nánar tiltekið á Lækjarbrekku. Risa stórt veislutjald mun rísa þar, vonandi í bongóblíðu á íslenskan mælikvarða (má líka alveg vera á danskan, sænskan eða norskan mælikvarða.....anyway) og þar verður svo dansað & drukkið fram á morgun. Það þarf víst að fara að telja gestafjöldann & taka frá gistingu, því hér er ferðamannabransinn í miklum blóma, og þegar farið að bóka fyrir næsta ár. Er ekki betra þá að ákveða daginn?! Jú, líklega.
En það var fyrir tæpum 15 árum síðan að draumaprinsinn fannst, og á Höfn, af öllum stöðum. Það er alltaf þannig að þegar nýtt "kjöt" kemur í bæinn & fer á röltið, þá mætti halda að maður sé nakinn á röltinu...svo mikla athygli fær maður, flautað & gefið í eins og ég veit ekki hvað. En svona stælar hrifu mig alls ekki!!........svo kom 5. september & Elli Gull ákveður að halda upp á afmælið sitt heima hjá Óskari sem var einn heima. Ég fór í partýið og kom fljótt auga á rosalega sætan strák sem var e-ð að glamra á gítar, dökkhærður, með skipt í miðju, bláeygður með kringlótt gleraugu :)................ekkert gerðist þar, en svo var farið í annað partý. Fljótlega var Íris komin í fangið á Óskari sínum, en á þessum tíma var ég nýflutt frá Danmörku & var hrikalega dönsk í alla staði. Var léleg í íslensku & kunni ekki fullt af orðum, & stundum byrjaði ég bara að tala dönsku án þess að taka eftir því strax. Ástföngnu unglingarnir eru e-ð að knúsast í einum hægindastólnum í partýinu þegar Óskar segir e-ð á þessa leið:,,Mér finnst þú æðisleg & held ég sé hrifinn af þér....er það gagnkvæmt?" GAGNKVÆMT!!!!!! ALARM!!!! Hvað í andsk... þýðir GAGNKVÆMT???##$%"%" Íris hefur ekki hugmynd um hvort hún á að segja já eða nei, en verður að hugsa hratt, & finnst eftir smá pælingar orðið gagnkvæmt vera frekar neikvætt orð og segir því: ,,Nei!" Óskar verður frekar furðulegur á svipinn & sleppir höndunum sem annars héldu svo þéttingsfast utan um Írisi sína......Íris ákveður því að viðurkenna fávisku sína: ,,Hvað þýðir það annars?"
Já & svo vita flestir sem okkur þekkja framhaldið... ups & downs, en þó aðallega ups. 15 ár með stuttum hléum, yndislegar dætur, blússandi hamingja & bestu vinir...er þá ekki kominn tími til að ganga í hjónaband?!

Over...Íris den danske pige ;)

fimmtudagur, 7. júní 2007

Ekki vandamálið !!

Sæl veriði!
Hér gengur lífið sinn vanagang, en mikil spenna ríkir hjá The Óskar´s þar sem óðum styttist í flutninga...en nú er planið að flytja inn þarnæstu helgi. Óskar & Haffi byrja að parketleggja TV-holið á morgun og svo er bara harkan 6 áfram..máli máli lakki lakki.. Breytingarnar nú þegar eru ótrúlega miklar, sérstaklega þar sem sumarbústaðafílingurinn var hvað mestur (en stigaop + tv-hol var þakið panell sem var orðinn ansi gulur á litinn). Ég mun reyna að setja inn myndir þegar þetta verður allt orðið tipp topp!
Þegar við tókum þessa ákvörðun um að flytja hingað, var auðvitað nr. 1, 2 & 3 að hér væri vinnu að fá fyrir okkur skötuhjúin, og ég get sagt ykkur að það stenst alveg, því Óskar er ekki að vinna í húsinu okkar í kvöld heldur í sumarbústað upp í Lóni að pípuleggja!!!. Það er reyndar fjölskylduvinur sem er í vandræðum því hann fær ekki pípara, en hann hafði samt samband við einn fyrir 1 og 1/2 mánuði síðan, bara til að vera alveg "sjor" á því að það yrði ekkert vesen..... en auðvitað er enginn pípari laus. En mikið er ég fegin að ástandið sé svona en ekki á hinn veginn!
Við Elín Ósk skruppum í göngutúr á Sjómannadaginn, sem er nú ekki merkilegt, nema að ég mætti manni sem vildi endilega að ég færi bara að kenna strax í haust...hmmm??....og hvað?? Myndmennt!!!! Dæsus...ÉG..kann ekki að teikna Óla prik hvað þá meira. Það vantar s.s. myndmenntakennara hingað (og reyndar bara kennara almennt) til að kenna 1.-3. bekkingum. Hér með auglýsi ég eftir áhugasömum einstaklingum í þá stöðu. Drífið ykkur á Höfn kennaranemar :)..Ragna mín..þú hefðir gott af smá slökun..hehehe..
Jájá, en hún Elín mín ætlar að vera heima með mömmu fram að áramótum...og þá sé ég til!
Lifið heil....

sunnudagur, 3. júní 2007

Allt á fullu en samt svo næs :)

Jájá, auðvitað varð ég að blogga eins og allt normalt fólk. Þessi stóra ákvörðun var endanlega tekin þar sem ég hef flúið stórborgina Reykjavík og komið mér fyrir á þeim merka stað Hornafirði, og mun þess vegna ekki hitta mína vini og vandamenn eins oft og ég gjarnan vildi.....gerir maður það nokkurn tímann??
Búslóðinni var hent á methraða inn í bílskúrinn (hans Óskars auðvitað) og í dag voru penslar, rúllur og aðrar nauðsynjar til málningarvinnu rifnar úr umbúðum og ermar uppbrettar enda 170 fm sem þarf að mála a.m.k. 2 - 3 umferðir. Svo þarf að lakka, pússa og ýmislegt annað álíka skemmtilegt.
Dagmar Lilja (sem er með snemmbúna unglingaveiki, eða 3ja ára veikina) er byrjuð í aðlögun á Lönguhólum og gengur bara vel. Hún er mikil félagsvera þessi elska og leiðist að hanga með mömmu og litlu systur daginn út & inn, hún vill action!! En hún er jafnframt viðkvæm sál og við vonum að hún verði áfram svona dugleg!
Junior er með ótrúlegt jafnaðargeð og er að taka tennur. Það sást glitta í þá fyrstu bara í dag og sú stutta 5 mánaða á morgun.
Það er s.s. allt á fullu, en samt er þetta allt öðruvísi dagar en í henni Reykjavíkinni. Ég er t.d. ekki nema 5 mín að labba í nýja húsið frá tengdó, þarf ekki að hafa áhyggjur af Dagmar og umferðinni, verð ekki vör við hurðaskelli, fulla kerlingu né bílflautur allan sólarhringinn.. og hér er hægt að "skreppa" í heimsókn..það tekur lágmark 1 og 1/2 klst í RVK.
Já, þið ættuð því að skynja ánægju mína með það að vera komin með dæturnar (og kallinn:) í rólegheitin. Ég mæli með þessu ef þið mögulega hafið kost á!!
Over & out...