föstudagur, 27. júlí 2007

Það þarf svo lítið....

Þið sem hafið eignast börn þekkið hve ótrúlega ómissandi maður er á meðan barnið er á brjósti. Það er varla hægt að skreppa frá lengur en 2-3 klst í senn, annars er allt vitlaust! A.m.k. er það þannig í mínu tilfelli, því hún Elín mín ELSKAR brjóstið meira en allt annað. Núna er hún aðeins farin að borða grauta & ávaxtamauk, en hún fær samt sjússinn sinn nokkrum sinnum á dag & sérstaklega er hann mikilvægur fyrir svefninn. Eftir að hún er sofnuð á kvöldin, milli 19 & 20, þá tekur Óskar við vaktinni með stoðmjólk í glasi, just in case. Nú er ég s.s. að minnka bróstagjöfina & bara það að vera laus á kvöldin er ÆÐI!! Þessi elska var farin að vakna 4-6 sinnum á nóttu til að hafa það kósý hvort sem hún var svöng eða ekki, & skapið mitt var eftir því daginn eftir :/ Við fluttum hana í sitt eigið herbergi & síðan þá hafa allir sofið miklu betur...hallelúja! Hún var að vakna eflaust við hroturnar & bylturnar okkar, & ég vaknaði við minnstu hljóð í henni...þannig að ég mæli með þessu eins snemma & foreldrar treysta sér í þennan aðskilnað :) Að þurfa ekki að gefa henni í 12 klst er þvílíkur lúxus að það hálfa væri nóg, & hélt ég uppá það s.l. þriðjudagskvöld með einu glasi af mjög góðu hvítvíni...mmmm...kannski maður fái sér annað í kvöld!
Næsta helgi er heldur betur viðburðarík hér í bræðslubænum Höfn, því hingað flykkjast hópar af ungu afreksfólki í íþróttum, þjálfurum & foreldrum. Bærinn verður s.s. fullur af fólki, sem er frábær tilbreyting um Verslunarmannahelgina, þar sem fólk er annars vant að fara eitthvert annað. Að því tilefni skaut pabbi því að mér að ég mætti alveg vinna hjá honum í Nettó þá helgi, þar sem það verður brjálað að gera & opið lengur en vanalega. Ég , sem er búin að vera svona ómissandi heimavið, en að verða aðeins frjálsari, tók þessari bón hans fegins hendi & get ekki beðið eftir að fara að vinna. Auðvitað er húsmóðurhlutverkið mjög krefjandi & full vinna, en þetta er samt allt öðruvísi. Bara það að komast aðeins í annað umhverfi, þó það verði mjólkurkælirinn eða við búðarkassann, verður þvílíkt gaman..jeij!! hehe..skiljiði mig!?
Já, það þarf ekki mikið til að gleðja mitt litla hjarta..Nettó here I come!!hehe..
Hafið það gott elskurnar...

sunnudagur, 15. júlí 2007

Íris garðyrkjufræðingur to be!

Jæja gott fólk, best að láta aðeins vita af sér, þótt ekki sé um nein stórtíðindi að ræða. Garðurinn var til umræðu hér síðast & gengur bara þokkalega að rífa burt illgresi, vökva & slá. Fékk hjálp í dag frá mömmu & varð voða fegin að heyra hana segjast ætla að koma aftur í beðin..allir velkomnir:) Hún Ragna mín var ekki alveg að skilja ánægju mína með garðvinnuna, enda er hún borgarbarn & býr líka á Seltjarnarnesinu, þar sem er alltaf ROK, & því leiðinlegt að vinna í garðinum í slíku veðri..hehehe..kannski maður skíri eins & eina plöntu í garðinum í höfuðið á henni, einhverja sem er svolítið erfitt að eiga við:):) Og svo ég slútti þessu garðatali, í bili a.m.k. þá náði ég mér í stóru garðabókina, svo ég viti kannski e-ð pínulítið um garða!
Ég hef alltaf litið á mig sem mikinn dýravin, þó ég eigi engin dýr sjálf, en þau kvikindi sem maður rekst á í garðinum (get ekki slitið mig frá því umræðuefni) eru síður en svo í uppáhaldi. Ég kála öllum þeim köngurlóm sem ég sé með garðverkfærunum.. Sorry...en ég ÞOLI ekki þessi kvikindi!
Annars sakna ég sólarinnar á Höfn, sérstaklega þegar fréttir af bongóblíðu úr Reykjavík heyrast dag eftir dag. Hér var fínasta veður í júní, en það er alltaf þessi gola eftir hádegi, nánast á slaginu 12, sem við ætlum ekki að losna við. Ég verð bara að trúa því að afmælismánuðurinn góði bjargi sumrinu hér í sveitinni.
Við bíðum svo spennt eftir öllum ferðalöngunum sem ætla að leggja suð-austurland undir fót & bjóða þeim öllum í kaffi & meðí (líklega úr bakaríinu, nema einhver kenni mér að baka..en það er umræðuefni í langan pistil) eða jafnvel humar. En von er á fjölskyldumeðlimum & öðrum vinum næstu daga, gaman gaman!
Kveð ykkur að sinni & minni á að kvitta, það er svo gaman:) Koma svo!!!

þriðjudagur, 10. júlí 2007

Skrúðgarðurinn mikli!

Þar sem okkar yndislega húsi fylgir stór & mikill garður, þýðir víst lítið að sitja inni á kvöldin & glápa á imbann. Mín lagðist á fjórar þegar skotturnar voru sofnaðar í gær & beint í beðin. Því miður er ALLT of mikið af þeim, þannig að það sem ég afrekaði þessa kvöldstund má helst líkja við krækiber í helvíti, svo mikið er eftir...:( Reyndar kemur mér gríðarlega á óvart hversu mikið ég fæ út úr þessari garðvinnu, mér finnst fátt eins notalegt & hlusta á kyrrðina í góðu veðri að kvöldi & róta í arfanum. Ég man vel hvað mér þótti þetta hrikalega leiðinlegt hérna áður fyrr, en þá átti ég ekki garðinn sjálf, & svo er það bara þessi yndilega ró sem færist yfir mann sem ég elska, þar sem lítið er að henni svona dags daglega með eina sem er með 3ja ára veikina á mjög háu stigi & svo hina litlu sem heitir ekki Elín Ósk fyrir ekki neitt!!
Við höfum reyndar tekið þá ákvörðun að fækka beðunum verulega & einfalda þetta (ó)skipulag. Við höfum engan tíma fyrir svona mikla arfavinnu!
En yfir til ykkar!!
Íris með græna fingur

föstudagur, 6. júlí 2007

Aðstoð óskast!!!!!

Helló alle sammen!
Þannig er mál með vexti að aulanum mér, tókst einhvernveginn að klúðra leyniorðinu mínu á hotmailinu mínu. Allt í einu vildi það ekki leyniorðið og ég er búin að vera í vandræðum síðan & reyna allan andsk... en ekkert hefur gengið. Því er ég núna komin með nýja hotmail adressu sem er iris-hj@hotmail.com. Nú var ég með alla mína kontakta (sem eru auðvitað rosalega margir:) á gamla mailinu, og ég er ekki með eina hræðu á msn-inu mínu, því auðvitað man ég ekki eina einustu e-mail adressu hjá vinum og kunningjum. Viljiði vera svo yndisleg að bæta mér inn á msn-ið ykkar svo ég geti nú spjallað & sent ykkur mail??!! Kennó gengið er líka vinsamlegast beðið um að láta boðin berast þeirra á milli.

Annars er bara allt í gúddí og við bíðum spennt eftir að fá heimsóknir í sumar...jeij!!

Later..gater!

þriðjudagur, 3. júlí 2007

Sjóðheitar myndir!!

Jæja gott fólk. Nýjar myndir komnar af börnum og búi á heimasíðu stelpnanna á barnalandi. Enjoy!!

mánudagur, 2. júlí 2007

Heima er BEST

Loksins erum við flutt. Við sváfum fyrstu nóttina okkar á Mánabrautinni síðastliðna nótt & það var auðvitað bara æðislegt, & meira að segja hún Elín Ósk svaf til rúmlega 9, & það hefur ekki gerst í laaaangan tíma :)
Ég er búin að taka slatta af myndum til að sýna ykkur, en þar sem við erum ekki komin í net- né heimasímasamband, þá verð ég að bíða aðeins með að setja þær inn. Og þau ykkar sem hafa sent mér mail á hotmail adressuna mína, þá vill tölvan ekki samþykkja leyniorðið allt í einu, þannig að ég kemst ekki inn á póstinn eins og er, en það breytist þegar ég fæ mína tölvu í samband.
Hátíð á Höfn er nýafstaðin og við vorum nú frekar lítið í bænum, en kíktum auðvitað á sýninguna hans Hlyns, sem lukkaðist ekkert smá vel & hann seldi grimmt!! Langaði auðvitað í slatta af myndum eftir hann, en þar sem hann selur aðeins 3 eintök af hverri mynd, þá ákvað ég að leyfa áhugasömum kaupendum að ganga fyrir. Við Óskar ætlum samt að velja eina góða hjá honum & prenta jafnvel á striga.
Svo fékk ég óvænta heimsókn frá honum Binna Jósteins, en hann & Kristján flakka á milli bæja í sumar & selja "candyfloss" & sleikipinna. Dagmar fékk nokkra sleikjóa hjá þeim & var hin ánægðasta :) Alltaf gaman að hitta fólk svona óvænt!
Jæja, ég ætla að slútta þessum pistli, skrapp bara í tölvuna hjá tengdó á meðan ég þvæ nokkrar spjarir, en þvottahúsið er ekki alveg reddí að svo stöddu.
Later alle sammen!!