fimmtudagur, 27. mars 2008

Harkan!

Þá er páskafríi lokið. Það var alveg æðislegt að fá Bjarka, Erlu og krakkana í heimsókn, og þetta var eitt besta fríið í langan tíma. Ég lærði ekkert, sem var alveg frábært fyrir geðheilsuna, fyrir utan það að lesa eina danska bók sem ég þarf að skrifa um síðar í mánuðinum. Bókin heitir Colorado Drömme, og er ástarsaga uppá rúmar 300 bls. En það er bara gaman og góð tilbreyting frá hinum hefðbundnu námsbókum.
Páskafríið einkenndist af áti og meira áti, smá djammi, en annars bara rólegheitum. Það voru allir við hestaheilsu sem betur fer og því var m.a. skroppið í fjöruferð í nístingskulda. Dagmar var ægilega ánægð að sjá Arnór frænda, og þrátt fyrir að hann sé nú 4 árum eldri en hún og orðinn svaka töffari með eyrnalokk, þá kom þeim bara ótrúlega vel saman. Hann má nú eiga það þessi elska að hann hefur alltaf verið einstaklega barngóður, og þegar við bjuggum öll í Hraunbænum þá lét hann það ekkert á sig fá að hafa litlu frænku í eftirdragi þegar vinirnir voru úti að leika.
En þar sem tíminn vægast sagt flýgur áfram og ég áttaði mig á því að það eru aðeins 3 mánuðir í brúðkaup, þá var keypt kort í líkamræktarstöðina hér á staðnum. Við Óskar hittumst í ræktinni í hádeginu 3-4x í viku og "work our assess off" hehe... Nú er það bara harkan og ekkert annað. Það er alltaf jafn erfitt að koma sér af stað, bara fara á staðinn, en um leið og ég byrja finnst mér þetta alltaf jafn gott og skemmtilegt. Þetta finnst mér æðislegur lúxus að geta hist í hádeginu og púlað saman. Blakið er auðvitað á sínum stað, alltaf á mánudögum, enda um að gera að hafa tilbreytingu í þessu.
Það styttist í helgarferð okkar "hjóna" til RVK. Ætlum að bruna eftir viku og vera frá fimmtudegi til sunnudags, ÁN barna. Það er reyndar nóg á dagskránni því það þarf að kaupa hringa, borðskraut, athuga með blóm og brúðarvöndinn, kaupa föt á stelpurnar, athuga með föt á Óskar o.s.frv. Við erum búin að bóka verkalýðsíbúð í borginni, þar sem við ætlum að sofa vel og lengi! Svo er ekki verra að vera boðið í mat til vina og vandamanna öll kvöld. Þetta verður fjör!!
Later.........Íris

þriðjudagur, 18. mars 2008

Ahhhhhh......

Já, mér fannst eins og það væri verið að pressa aðeins á mann þarna í Ameríkunni og ákvað að drífa í að skella einhverjum orðum á "blað."

Mér líður núna eins og titillinn á að lýsa, svona vellíðunarafslöppunareftirmikiðálagstunur! Nú er það bara páskafríið framundan í faðmi fjölskyldunnar og fjarri námsbókum eins og ég mögulega kemst upp með. Komst loksins í það í dag að þrífa svínastíuna sem á að kallast heimili. Óskar hafði orð á því í gærkveldi að við gætum farið að maila á þær á Skjá1, sem sjá um "Allt í drasli" þáttinn. Það versta var að ég hafði verið að hugsa það sama. En auðvitað kom það alls ekki til greina, svo ég skellti bara honum Palla vini mínum í spilarann í dag, svona 3-4x, og "blingbling." Það er nú meira hvað manni líður vel þegar allt er tandurhreint og fínt. Ég á ekki langt að sækja þrifæðið, ef það mætti kalla það svo. Á erfitt með að einbeita mér og framkvæma hlutina ef það er drasl eða skítugt í kringum mig. Get ekki einu sinni borðað ef það er ekki fínt!
Þetta var fínasta líkamsrækt, því það tekur á að þrífa 170 fm!

Er byrjuð í blaki, by the way. Hef farið síðustu þrjú mánudagskvöld og skemmti mér konunglega, þrátt fyrir marbletti og eymsli hér að þar. Þó ég sé nú enginn "smassari" né mikill keppnismaður þá er félagsskapurinn einn þess virði að mæta. Frábær tilbreyting og slæ tvær flugur í einu höggi, s.s. hreyfing og félagsskapur. Held þessu pottþétt áfram!
Ég vona að þið öll hafið það náðugt um páskana, og fáið íslenskt páskaegg hvar sem þið nú eruð stödd í þessum heimi. Það er möst!!
Later....Íris