sunnudagur, 25. nóvember 2007

Köben og skóli..

Jæja, þá erum við mæðgur komnar heim eftir frábæra ferð til Kaupmannahafnar. Það er alltaf góð tilfinning að vera þar, og ekki skemmir að vera í æðislegri íbúð Marínar móðursystur, sem er örstutt frá Strikinu og Nyhavn, og í góðum félagsskap. Það er auðvitað mikill kostur þegar mikið er verslað, þá tekur bara 10 mín að skreppa í íbúðina með varninginn og halda svo áfram;)Við drukkum ófáa julebryg og hvítvín, sem var kærkomin tilbreyting.
Brúðakjólamátunin var skrýtin upplifun. Maður er auðvitað ekki vanur því að máta svona flík (sem betur fer) og mér leið lengi eins og rjómaköku. Þjónustan var alveg frábær og hún Bettina vissi alveg hvað fór mér og útskýrði allataf hvers vegna og hvers vegna ekki og allt það. Mamma, sem er með músarhjarta eins og ég, fékk tár í augun þegar ég var komin í rétta kjólinn, þannig að það má búast við miklu táraflóði þegar stundin mikla rennur upp. Hildur var með okkur líka, og það var rosalega gaman hjá okkur. Fann meira að segja kjóla á stelpurnar, sem eru voða sætir sumarkjólar. Nú þarf bara að bíða....lengi!
Hún Dagmar Lilja varð 4 ára í gær og hélt upp á það með því að bjóða til veislu nokkrum vinum af leikskólanum, og síðar um daginn ömmum og öfum. það var mikið fjör, en 2 klst er sko meira en nóg fyrir þennan aldur!! Hún var alveg að spila út greyið og vissi ekkert hvernig hún ætti að haga sér, svo úr varð heljarinnar show með ups and downs :) Við setjum fljótleg inn myndir á síðuna þeirra systra.
Svo fer að líða að prófinu eina og sanna, sem ég er engan veginn að nenna. En, illu er best af lokið!!
Elín mín er alveg að spila út inn í herbergi, á að vera sofandi, svo það er best að sinna frökeninni.
Læt heyra í mér eftir prófið, það verður vonandi glaður og sæll kennaranemi sem skrifar pistilinn þá!
Kv, Íris Heiður

þriðjudagur, 13. nóvember 2007

Venlig hilsen.....

Já, þá er að styttast í mæðgnaferðina langþráðu. Vildi bara kasta á ykkur kveðju....á dönsku selvfölgelig:)
Til næste gang.....venlig hilsen,
borgarpían ;)

fimmtudagur, 8. nóvember 2007

Overdose....

Ekki er það nú áfengið eða eiturlyfin sem ég hef óverdósað á, heldur lærdómurinn. Mikið svakalega eru allir kennarar verkefnaglaðir á sama tíma. Ég er gjörsamlega búin að fá mig fullsadda á lestri um agavandamál, málþroska barna og eigindlegar rannsóknir. Ég get svarið fyrir það að til eru 10 þús leiðir og ráð um það hvernig leysa skuli úr agavandmálum sem upp koma í skólastofunni, hvort sem það eru skyndilausnir eða langtímalausnir. Það er alltaf og allsstaðar verið að tala um það hversu gott það sé að vinna með nemendum sínum t.d. að bekkjarreglum, tilhögun heimanáms, uppröðun skólastofunnar og fleira. Nú halda sumir því fram að ein leið til að leysa agavandamál sé að fá nemandann til að setjast niður og ræða við hann um það hvað hann telji bestu "refsinguna" hverju sinni. Sem sagt "Nonni minn, nú gerðir þú þetta og þetta...hvað telur þú mig geta gert til þess að koma í veg fyrir að þessi hegðun endurtaki sig?" Amen!

Jæja yfir í allt annað...Köbenhavn! Já, aðeins vika í langþráða mæðgnaferð, og ég á meira að segja tíma í brúðarkjólamátun...spændende ;)

Skruppum í bæinn síðustu helgi, frá föst til sunn. Mikið span og þetta geri ég ekki aftur, a.m.k. verða þær systur eftir heima ef það á að stoppa svona stutt. Elín greyið ældi föstudagskvöld, hefur líklega orðið illt eftir langa bílferð, og fékk svo hita og vaknaði að meðaltali 20 sinnum á nóttu föst og lau. Við Óskar vorum sem sagt útkeyrð eftir helgina, en við hittum samt ættingja og vini, sem bjargaði þessu öllu saman. Fórum í veglega 3ja rétta afmælisveislu á Lækjarbrekku í hádeginu á lau, í tilefni 85 ára afmælis Lóló ömmu Óskars. Æðislegur matur og góður félagsskapur. Svo skrapp ég í 30 afmæli Evu vinkonu, sem skrapp á klakann frá Ameríkunni til þess að fagna tímamótunum með vinkonum og fjölskyldunni. Það var auðvitað æðislegt að hitta hana, þó stutt væri. Takk fyrir mig!!

Svo er það bara helgin framundan, þar sem planið er að Óskar fari á rjúpu. Best að gefa honum allan þann tíma sem hann þarf til að sinna því áhugamáli, því ég er að fara til Köben...liggaliggalái:)

Jæja, Dagmar var að kalla mömmu sína illum nöfnum..best að spyrja hana hvað ég eigi að gera til að koma í veg fyrir að þetta komi fyrir aftur! Kannski púsla eða eitthvað...

Kv, Íris agastjóri