miðvikudagur, 4. mars 2009

Hvannadalshnjúkur....eða ekki?!

Líkurnar á því að ég gangi á hnjúkinn minnka með hverjum deginum sem líður. Ég sem var orðin frekar spennt fyrir þessum merka áfanga, sem er frekar ótrúlegt þar sem ég er ekki mikið fyrir svona labb. Það er nefnilega alltaf þannig að þegar það er janúar og febrúar þá finnst manni alltaf svo langt þangað til að e-ð gerist og fer að plana hitt og þetta. En svo líður tíminn alltaf eins og raketta og gangan eftir tæpa 2 mánuði og líka skil á lokaverkefninu. Ef ég á að meika það upp þessa 2000 rúml. metra þá verð ég líka að taka góðar æfingar annað veifið upp um fjöll og firnindi. Staðreyndin er hins vegar sú að lokaverkefnið mun taka allar þær stundir sem eiga að heita "frí", þannig að ég ákvað að vera raunsæ og fresta þessu um óákveðinn tíma. Ég veit að það verður lítið mál að fá hann Óskar minn með mér einhvern tímann seinna. En ég viðurkenni það að ég mun verða frekar spæld þann 25. apríl þegar allur hópurinn fer upp......nema ég....:( Hlynur fer bara í staðin fyrir mig og tekur flottar myndir til að sýna mér...jájá

Ég sleppi samt ekki blakinu, sem mér finnst mjög skemmtilegt og góður félagsskapur. Þegar mæting er hvað best erum við í kringum 20 kellur, sem er nú helv... gott. Ég lét meira að segja plata mig austur á Neskaupsstað um helgina á e-ð blakmót....dísös kræst! En hei... þetta er í alvöru spurning um að vera með :):) Er í B liðinu svo það sé alveg á hreinu! Go Íris go Íris !!! Takk fyrir það :)

Annars er bara allt í gúddí fíling hérna á bæ fyrir utan smá veikindi hjá þeirri yngstu á bænum, en það er nú bara þannig þegar maður á börn. Hún er frekar mikil mömmustelpa og t.d. þegar Óskar kom heim eftir vinnu seinnipartinn þá var hún ekki á því að far að kubba með pabba sínum á meðan mamma hrærði í grautnum, alveg brjáluð. Síðan datt mér eitt í hug sem skiptir hana afar miklu máli þessa dagana, en það er að "stjórna". Ég sagði að hún mætti stjórna á meðan þau kubbuðu og þá bara "já"!! Þetta er s.s. the secret word þessa dagana...

Over and out!
Íris í keppnisskapi