fimmtudagur, 16. ágúst 2007

Veggfóður, Köben, skóli......

Jæja, þá er maður orðinn árinu eldri & ég tel mig ekki breytta á neinn hátt, a.m.k. ekki orðin "kelling" ...ennþá...hjúkk!! Að tilefni dagsins var velútvöldum vinum & fjölskyldumeðlimum boðið í kaffisamsæti (soldið kellingalegt..eða?) sem var bara fínt. Óskar lét ekki sjá sig þar sem hann var í fjallgöngu með öðrum göngugörpum. En hann færði mér þennann líka flotta útivistarfatnað, sem ég er hæstánægð með. Hann klikkar ekki...sko Óskar!
Annars ætluðum við "hjónin" að ráðast í veggfóðrun í fyrsta sinn á ævinni & eftir þessa heiðarlegu tilraun, lítur allt út fyrir að þetta hafi einnig verið okkar síðasta. Já, maður er ekki fæddur til að veggfóðra, það er nokkuð ljóst..en flest annað auðvitað :)
Svo styttist óðum í að alvara lífsins taki við að nýju, já skólinn bara að byrja eftir rúma viku. Þá fer ég keyrandi til höfuðborgarinnar & verð í 5 daga "orlofi", þ.e. húsmæðraorlofi. Þá verður sú styttri bara að gjöra svo vel að sætta sig við að hætta á brjósti fyrir fullt & allt, en eins & það er frábært að fá það frelsi á ný, þá mun stór partur af mér sakna þess, þetta er svo kósý! Ég verð í 10 einingum í haust & ég verð bara að játa það að ég kvíði svolítið náminu, aðallega vegna þess hve hún Elín mín sefur lítið á daginn. Spurning um hvort hún skreppi ekki til dagmömmu 2-3 skipti í viku 2-3 tíma í senn, svo ég geti afrekað eitthvað smá. Hún er líka svo mikil mömmustelpa, að ég held við hefðum báðar gott af þessu, svo finnst henni fátt skemmtilegra en að vera umkringd krökkum & börnum, þá er sko stuð!
En ég hlakka voða mikið til að hitta vinkonur mínar, ömmu & fleira fólk sem mér þykir vænt um & sakna að hafa nálægt mér.
Við mamma ætlum svo að lyfta okkur aðeins upp í vetur, nánar tiltekið í nóvember & skella okkur til Köben, en sú borg er í miklu uppáhaldi hjá mér & reyndar henni líka. Finnst eins & ég sé komin heim þegar ég er þarna, enda farin að kunna ansi vel á pleisið & svo er íbúðin hennar Mæju svo frábær & alveg niðrí bæ. Þannig að það gerist ekki betra. Kannski maður kíki á nokkra brúðarkjóla í leiðinni..hmm.. Talandi um það, þá er 12. júlí ekki alveg niðurnegld dagsetning, þið verðið bara að bíða spennt eftir frekari upplýsingum.
Jæja, best að kíkja á draugaþáttinn á Discovery...úúhhhhh...læt þetta því nægja að sinni.
Hafðið það gott þangað til næst...

mánudagur, 6. ágúst 2007

Ertu kelling!!!??

Þá er ágústmánuður hafinn...eru virkilega 7 mánuðir síðan Elín Ósk kom í heiminn??!! Þetta er svo furðulegt með tímann, hvað hann getur liðið hratt, en samt eldist maður ekkert, þið hljótið að kannast við þessa tilfinningu:) En ég hef sannfærst um það, að það erum við sjálf sem ráðum því hvort við eldumst eða ekki. Við ráðum því hvort við verðum "kellingar" fyrir aldur fram & klæðum okkur í takt við það. Það þekkja allir einhverjar ungar stelpur sem eru að drepast úr, að mér finnst, leiðindum. Þó við séum orðin foreldrar & þurfum að haga okkur samkvæmt því, vera fyrirmyndir barnanna okkar o.s.frv., þá megum við ekki gleyma að djóka & leyfa okkur að vera við sjálf. Það geri ég a.m.k. & mun gera áfram. Þoli ekki ungar stelpur sem eru orðnar of fullorðnar (inní sér) til að djóka & fíflast. Það er einfaldlega leiðinlegur félagsskapur! Hef ekki hugmynd um afhverju ég fór að blaðra um þetta núna, ætlaði bara að skrifa um eitthvað annað, en svo kom þetta.... kannski það sé vegna þess a nú eru 7 dagar í að ég verð árinu eldri.....Ég SKAL ekki verða kelling!!!!
hehe.... over..