miðvikudagur, 18. febrúar 2009

Ekki beint tíðindalítill dagur..

Það er ótrúlegt hvað lítið er að frétta svona almennt. Síðan koma tímabil þar sem allt er að gerast og þannig hefur vikan verið, og það er nú bara miðvikudagur. Á mánudaginn eignuðust Halla Katrín frænka og Gunnar frumburðinn, yndislegan dreng og óska ég þeim innilega til hamingju með það, þó að ég efi nú að þau hafi tíma til að líta af drengnum til þess að lesa þetta blessaða blogg mitt.
Síðan frétti ég í dag að vinir okkar Óskars hafi eignast stúlku nr. 2 (hjá þeim) nr. 3 (hjá honum) nema hvað að greyið pabbinn var í Köben og missti af fæðingu dóttur sinnar. Hún átti ekki að fæðast fyrr en eftir um 10-14 daga, en svona er náttúran. Frétti að hann hafi fengið sér einn öl á krá til að róa taugarnar og að mikil gleði hafi breiðst út meðal gesta þegar barþjónninn náði að veiða upp úr föðurnum hvernig staðan var. Gaman að því þó að hann hafi eflaust viljað vera í faðmi fjölskyldunnar. Til hamingju elsku Daði, Herborg, Rebekka og Mía.
Mamma hringdi í dag og sagði mér síðan fréttir sem ég átti langt frá því von á, en hún Anna Marín frænka mín er gift!!!!!! Ekkert að því auðvitað, nema bara að hvorki ég né aðrir í familíunni hafa séð eða hitt eiginmann hennar og hún hefur ekki hitt tengdó. Smabandið hefur staðið stutt yfir en þau hafa þekkst nokkuð lengi. Hahahaha...svona er ástin og ég samgleðst henni innilega. Anna Marín er yndisleg manneskja og á skilið allt það besta. Knús Anna mín!!
Held ég fái mér bara einn öl og melti fréttir þessara þriggja daga. Börn og ástin..hvað er mikilvægara!!! Ekkert...
Over and out!

miðvikudagur, 11. febrúar 2009

Harkan...svitni svitni

Já árið byrjar með látum. Ákvað að hætta þessu drolli og drífa mig í blakið.....aftur....þar sem ég þarf svo voðalega lítið að læra núna. Veit samt ekki alveg hvort ég mun segja það sama þegar líður að skilum lokaverkefnis...en er á meðan er! Ætla meira að segja að fjárfesta í hnéhlífum svo ég geti fórnað mér fyrir liðsmenn mína fyrir alvöru :) Svo dreif ég mig í að kaupa eitt stk. kort í ræktina...takk fyrir og góðan daginn...og er bara búin að vera nokkuð öflug þó ég segi sjálf frá. Það er nefnilega þannig að stefnan er sett á Hvannadalshnjúk á sjálfan kosningadaginn 25. apríl. Ég hugsaði með mér að annað hvort sleppti ég þessu bara eða tæki ákvörðun um að fara og láta slag standa og koma mér í þokkalegt form, því það er ekki séns á að ég verði í afturdragi 15 samferðamanna..."bíðið eftir mér!!" No way!
Það er svo merkilegt að þrátt fyrir að rúm 2 ár séu liðin frá fæðingu Elínar Óskar þá er þetta bölvaða "spik" ennþá til staðar. Reyndar var ég mjög dugleg hvað mataræði varðar á þeirri meðgöngu en tók Dagmarar með trompi svo ekki sé meira sagt. Þá vantaði mann reynsluna og hélt bara að nú gæti maður sko bara étið kleinur og kex eins og mann lysti, því maður myndi hvort sem er blása út. Ekki grunaði mig að ég myndi enda svo með þessi kíló sem áttu að vera barnið og legvatnið EINGÖNGU, eftir að barnið var fætt. Svo nær maður ekki að koma sér í form áður en næsta meðganga hefst, þannig að nú er bara harkan og hananú! Nú er þetta orðið opinbert og eins gott að ég standi við þessi orð mín.
Annars er allt við sinn vanagang held ég nú bara, sem mér finnst nú bara alls ekki svo slæmt. Hlynur bróðir er í DK (reyndar skrapp til Gumma í Sverige í smá heimsókn) en þar er hann í viðtölum og þreytir hin ýmsu próf til þess vonandi að komast inn í "The national filmschool of Denmark" held ég hann heiti örugglega. Hann er kominn í lotu 2 þannig að nú er bara að krossa fingur því aðeins 6 manns komast inn í þá deild sem hann óskar...... annað hvert ár. En ég hef fulla trú á honum! GO HLYNUR!!!
Jæja best að láta þessu lokið að sinni. Góðar stundir!
Íris