þriðjudagur, 23. desember 2008

Jólakveðja

Þegar litið er út um gluggann nú á Þorláksmessu mætti ætla að það væri 23. september en ekki desember. Það er rok og rigningin hefur séð til þess að ekki er eitt einasta snjókorn eftir. En sem betur fer hef ég verið að baka og skreyta og um leið hlustað á alíslensk jólalög sem koma mér alltaf í gott skap. Kannski að ég átti mig á því að jólin eru að koma þegar við förum í Nettó og verslum inn. Það er alltaf stemmning í búðinni og hellingur af fólki og allir í góðu skapi. Helga Dís og Co eru komin frá Osló og við eyðum aðfangadegi með þeim og tengdó á Silfurbrautinni, sem er eftir þvílíkar breytingar orðið eins og glænýtt hús. Síðan snæðum við hangikjöt á jóladag í faðmi mömmu og pabba, Hlyns, Hildar og Ídu Mekkínar, Ibbu, Haffa og Sigurðar Pálma.


Ég kem með áramótapistil þegar nær dregur gamlársdag. Þangað til vil ég óska ykkur öllum sem nenna að kíkja á þessa ekki mjög virku síðu mína, gleðilegra jóla í faðmi fjölskyldu og vina og heillaríks komandi árs.
Bestu jólakveðjur,
Íris

föstudagur, 12. desember 2008

Jííiíííha!!!

Var svo gott sem í skrifuðum orðum að skila af mér síðasta verkefni annarinnar...þvílíkur léttir. Nú get ég farið að jólast, baka og skreyta...næs næs næs! Þá er það "bara" lokaverkefnið eftir og útskrift í vor....LOKSINS..mér finnst ég vera búin að vera endalaust lengi í Kennó og satt að segja er ég komin með nóg.
Á morgun verður mikil veisla og gleði í kofanum. Veiðiklúbburinn "Von bráðar" mun bjóða mökum upp á rjúpu, gæs og annað góðgæti. Miðað við alla Gestgjafana sem þeir skoðuðu og heitin á hinu og þessu, þá lofar kvöldið mjög mjög góðu.
Fengum málverk lánað heim frá honum Hlynsa snillingi sem mér finnst ólíklegt að hann fái nokkurntíman aftur....fittar fullkomlega hingað inn..verðið bara að koma og skoða :)
Jæja ég er búin að vera svo mikið í tölvunni undanfarið að ég er komin með ógeð.
Hafið það gott og farið ekki yfirum við undirbúning jólanna...njótið hans!! Hlakka svo til að grípa loksins í "Mænd som hader kvinder", stelast í konfektmola, smákökur og jólablandið...ahhhh..namminamminamm..
Íris með bros allan hringinn:):):)