miðvikudagur, 17. október 2007

Ný borgarstjórn!

Nei bara grín, ég ætla sko ekki að tjá mig um það mál, nóg er gert að því á öllum öðrum stöðum. Vona bara að ný borgarstjórn komi með einhverja góða lausn á leikskólavandanum. Læt þar við sitja!

Var að fá fréttir af nýjum fjölskyldumeðlimi, en hún Anna Marín frænka mín var að eignast frumburðinn í dag 17. okt, og fæddi stelpu. Ætla heldur betur að máta þá litlu þegar við mamma skreppum til Köben í nóv.
Okkur Óskari finnst við alltaf eiga svolítið í henni Önnu Marín, því við þrjú bjuggum saman á tímabili þegar við Skari vorum í FÁ. AM var þá í 10. bekk og mamma hennar nýflutt til Skagen. Þetta voru nokkrir mánuðir á Bergstaðastræti, í frábærri íbúð sem mamma hennar átti. Við Óskar vorum soddan hjón að okkur var treyst fyrir unglingnum :) Það var mikið spilað, man að rommý var einna vinsælast, vorum eiginlega orðin spilafíklar. Þannig að, í ljósi þessa órjúfanlegu tengsla, á ég auðvitað von á að daman verði skírð í höfuðið á okkur...Íris Ósk...Heiður Ósk...eða bara Íris Heiður :)....já, eða kannski bara e-ð allt allt annað, en þá fer hún af brúðkaupsgestalistanum for sure!

Við Elín Ósk ætlum að skreppa í bæinn á morgun með flugi, bara rétt til að láta sérfræðing kíkja í eyrun á henni og svo heim aftur. Sem betur fer er jafnþrýstibúnaður í vélinni, þannig að minni líkur eru á að hljóðhimnan springi, en hún er víst útþanin öðru megin a.m.k. Með fullri virðingu fyrir heimilislæknum, þá segir fyrri reynsla okkur á eyrnabólgu það að fara bara beint til sérfræðings. Einn sagði t.d. að Dagmar væri bara með smá roða...hmmm já ok, en viku seinna sagði annar að hún væri með mikla eyrnabólgu, sem væri búin að vera lengi 3-4 vikur og Dagmar greyið með rétt um 50% heyrn. Tökum þ.a.l. enga sénsa!

Nóg í bili,
Íris

þriðjudagur, 9. október 2007

Away from home...

Já það voru fá viðbrögðin við alvarlegu innleggi síðast... enda kannski ekki furða!

En núna er húsmóðirin í RVK, búin að vera heila 6 daga og 2 eftir. Það er ansi langur tími og ég get ekki annað en viðurkennt hve mikið rosalega ég sakna stelpnanna og Óskars...maður kann ekki að vera svona einn lengur...a.m.k. ekki svona lengi. Það er reyndar búið að vera mjög gaman og ég hef hitt marga, sem er frábært. Skellti mér á djamm með Ingibjörgu sys, og ég hef ekki fengið mér í glas frá því í mars 2006 Ó JÁ.. og ég fór kannski heldur geyst af stað..hehe..rauðvín, hvítvín, bjór, kokteilar og tequila...úff! Ég leið líka fyrir þessa blöndu daginn eftir..OJ
Nú verð ég að fara að læra...en mikið hlakka ég til að komast heim til fjölskyldunnar, í kyrrðina og rólegheitin..ahhhhhh..
over, Íris

þriðjudagur, 2. október 2007

Grimmur heimur

Verð bara að tjá mig um þann viðbjóð sem ég sá í sjónvarpinu áðan. Ætlaði að setjast niður og horfa á hinn heimsfræga Dr. Phil, en eftir að hafa séð introið, var ég fljót að slökkva á imbanum. Viðfangsefni þáttarins að þessu sinni var "Can you trust your nanny"? Myndbandsupptökur sýndu að sumum þeirra er greinilega langt frá því að vera treystandi, því börnunum var misþyrmt grimmilega. Mikið svakalega er til margt ruglað og grimmt fólk í heiminum. Vildi að heimurinn væri án ofbeldis, og vildi að ég hefði aldrei séð byrjunina á þættinum.
Blessuð börnin....snökt snökt..