þriðjudagur, 22. janúar 2008

Eitt & annað.....

Það er ekki hægt að kalla mig öflugan bloggara, enda þykist maður alltaf vera svo hriklega bissí og gefur sér lítinn tíma í bloggskrif. Ég er samt sem áður þess fullviss að ég hafi grætt nokkrar klukkustundir á dag eingöngu vegna þess að ég bý nú á Höfn en ekki í Reykjavík. Í borginni fannst mér ég alltaf vera keyrandi, og það eitt að skreppa í bónus tók lágmark hálftíma, en hér get ég skroppið í Nettó á 10 mínútum. Þrátt fyrir þessa auka tíma, þá hef ég samt sem áður ekki tíma fyrir það sem ég hélt að ég myndi hafa tíma fyrir þegar ég væri flutt í sveitasæluna. Reyndar kenni ég náminu um að miklu leyti, en þeir sem eru og hafa verið í háskólanámi vita að vinnudeginum lýkur aldrei, það er alltaf hægt að gera meira. Mikið hlakka ég til þegar áfanganum verður náð, og það styttist í það. Þessi önn verður mjög strembin, en á næsta ári dóla ég mér að takmarkinu og fæ vonandi að starfa sem kennari með á síðustu metrunum. Ég þurfti því ver og mjög mikið miður að hafna tilboði ,sem dönskusjúklingi eins og mér finnst afar spennandi, en það var afleysingakennsla í dönsku , 8 tíma í viku í 4-6 vikur. Allt er það skólanum að kenna...ENGINN tími, alltaf að læra. Það er nefnilega þannig að á þessari önn er ég í vettvangsnámi í 2. bekk í Nesjaskóla og mun kenna þar í byrjun mars í 2 vikur, en undirbúningur fyrir slíkt er afar tímafrekur. Tveir dönskuáfangar á önninni halda mér gangandi.....af hverju flyt ég ekki bara til Danmerkur?? Elska sumrin þar, reyndar eru sumur í flest öllum öðrum löndum heimsins betri en hér, elska málið, elska rólegheitin, elska þetta ekta danska andrúmsloft og elska dönsk hús, allavega mörg dönsk hús. Það er aldrei að vita, kannski maður skelli sér í mastersnám til Danaveldis eftir x mörg ár. Mamma og pabbi fóru nú út með okkur FIMM, já fimm stykki börn á aldrinum 1. árs til 15. ára takk fyrir og svo var keyptur hundur í þokkabót, þannig að á mínum bæ er "mikið mál" engin afsökun.
Jæja.....best að nýta tímann og læra ;)
Hilsen, Íris

föstudagur, 11. janúar 2008

Guð er alltaf að poppa!

Það er með eindæmum fyndið hvað börnin manns (og annarra) geta látið upp úr sér. Ef maður bara gæti lesið hugsanir þeirra, væri maður örugglega í krampakasti alla daga. Hún Dagmar mín er enginn undantekning hvað varðar spakmæli og fyndnar pælingar. Við Óskar þurfum alltaf að láta hana pissa áður en við förum að sofa, því annars eru 99 % líkur á því að hún vakni upp um miðja nótt til að pissa, og því nennum við ekki ;) Allavega..þá var ég að girða hana í fyrrakvöld þegar hún kom með þessa setningu um Guð sem væri alltaf að poppa! Já, er það...hmmm. Eftir að við mæðgur lásum kvöldsögurnar þetta sama kvöld þurfti hún mikið að spjalla. Ég ákvað að kúra aðeins hjá henni og eftir smá stund sagði hún: Mamma, veistu hvað mig var að dreyma? Nei...bara strax farin að dreyma? Mig dreymdi að ég væri á dansleik með Júlíusi og Björgvini, og þeir voru að halda á mér og lyfta mér og kyssast! Jahá...það er aldeilis, bara mín í einhverju prinsessudansleikjadraumalandi (fyrir utan það að hún var auðvitað ekki sofnuð og því ekki að dreyma). Hún tilkynnti mér svo það að hún og ofangreindir vinir hennar, sem eru tvíburabræður, væru kærustupar. Ok, snemma byrjar það......
En nú er Elín mín vælandi, litla lasna dúllan sem var svo heppin að fá einhvern vírus, þannig að ég læt þetta duga að sinni.
Over, Íris

föstudagur, 4. janúar 2008

Hún er eins árs í dag!!

Já það er stutt á milli afmæla þeirra systra, aðeins rúmur mánuður síðan að Dagmar Lilja varð 4. ára. Fyrir ári síðan fæddist hún Elín Ósk, heilu ÁRI síðan. Ætlum að bjóða fjölskyldunni í kaffi á morgun, vonandi hefur fólk ennþá matarlyst eftir jólaátið!

En hér er litla prinsessan okkar nýfædd og orgar eftir mjólk!!

Og hér er hún með stóru systur um ári síðar! Mikið svakalega er ég heppin :):)

Þangað til næst...... og gleðilegt ár!

Íris