fimmtudagur, 8. nóvember 2007

Overdose....

Ekki er það nú áfengið eða eiturlyfin sem ég hef óverdósað á, heldur lærdómurinn. Mikið svakalega eru allir kennarar verkefnaglaðir á sama tíma. Ég er gjörsamlega búin að fá mig fullsadda á lestri um agavandamál, málþroska barna og eigindlegar rannsóknir. Ég get svarið fyrir það að til eru 10 þús leiðir og ráð um það hvernig leysa skuli úr agavandmálum sem upp koma í skólastofunni, hvort sem það eru skyndilausnir eða langtímalausnir. Það er alltaf og allsstaðar verið að tala um það hversu gott það sé að vinna með nemendum sínum t.d. að bekkjarreglum, tilhögun heimanáms, uppröðun skólastofunnar og fleira. Nú halda sumir því fram að ein leið til að leysa agavandamál sé að fá nemandann til að setjast niður og ræða við hann um það hvað hann telji bestu "refsinguna" hverju sinni. Sem sagt "Nonni minn, nú gerðir þú þetta og þetta...hvað telur þú mig geta gert til þess að koma í veg fyrir að þessi hegðun endurtaki sig?" Amen!

Jæja yfir í allt annað...Köbenhavn! Já, aðeins vika í langþráða mæðgnaferð, og ég á meira að segja tíma í brúðarkjólamátun...spændende ;)

Skruppum í bæinn síðustu helgi, frá föst til sunn. Mikið span og þetta geri ég ekki aftur, a.m.k. verða þær systur eftir heima ef það á að stoppa svona stutt. Elín greyið ældi föstudagskvöld, hefur líklega orðið illt eftir langa bílferð, og fékk svo hita og vaknaði að meðaltali 20 sinnum á nóttu föst og lau. Við Óskar vorum sem sagt útkeyrð eftir helgina, en við hittum samt ættingja og vini, sem bjargaði þessu öllu saman. Fórum í veglega 3ja rétta afmælisveislu á Lækjarbrekku í hádeginu á lau, í tilefni 85 ára afmælis Lóló ömmu Óskars. Æðislegur matur og góður félagsskapur. Svo skrapp ég í 30 afmæli Evu vinkonu, sem skrapp á klakann frá Ameríkunni til þess að fagna tímamótunum með vinkonum og fjölskyldunni. Það var auðvitað æðislegt að hitta hana, þó stutt væri. Takk fyrir mig!!

Svo er það bara helgin framundan, þar sem planið er að Óskar fari á rjúpu. Best að gefa honum allan þann tíma sem hann þarf til að sinna því áhugamáli, því ég er að fara til Köben...liggaliggalái:)

Jæja, Dagmar var að kalla mömmu sína illum nöfnum..best að spyrja hana hvað ég eigi að gera til að koma í veg fyrir að þetta komi fyrir aftur! Kannski púsla eða eitthvað...

Kv, Íris agastjóri

6 ummæli:

Egga-la sagði...

Ég er líka að fara í mæðraferð til köben í janúar!! Ég og Saga ætlum í okkar fyrstu móður/dóttur ferð. Meget hyggelig.OG mér finnst ekki að börn eigi að fá að velja "refsinguna" sjálf.

Nafnlaus sagði...

hlakka til að sjá ykkur, borða smørbrød og drekka Julebryg!
Vonandi að veðrið verði eins flott og í síðustu viku!
kv Hlynur

lindaogpeter sagði...

Dugleg ertu segi ég nú bara!! Gangi þér vel í þessu skólaveseni. Gaman að sjá þig um daginn og góða skemmtun í Köben.
Kv. Linda

Nafnlaus sagði...

Kannast við þessa uppbyggingaraðferð úr skólanum hér, finnst þetta ósköp skrítið stundum! Hafið það gott í Köben mæðgurnar og ég bið kærlega að heilsa :)
Kv, Heiðrún

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Eftir mína reynslu sem kennari þá finnst mér þetta sem þú talar um EKKI virka.
En ég gleðst fyrir þína hönd að þið mæðgur skuli vera að fara í frí, það er alltaf nauðsynlegt.
Hafðu það rosa gott og njóttu þín í brúðarkjólamátun.
Svanfríður.

Nafnlaus sagði...

Thu ert svo fyndin. Goda ferd til Koben. Ohh mig langar lika til Koben, allt of langt sidan sidast og thad var med ther, spadu i thvi. Hafid thad rosa gott og eg vona ad thu finnir kjolinn saeta min. Knus Eva