Það er með eindæmum hvað tíminn flýgur, sérstaklega núna þegar maður er orðinn svona "gamall" og hversdagurinn yfirfullur af verkefnum. Allt í einu er Dagmar Lilja á fimmta ári, litla sæta stelpan mín að fara í skóla á næsta ári. Þó hún sé bara 4 ára þá finnst mér á stundum ég vera með ungling. Þegar hún fær ekki það sem hún vill þá tekur hún gelgjukast og hótar manni öllu illu, s.s. : Þá færð þú ekki að koma í herbergið mitt! Þá mátt þú ekki koma í afmælið mitt! Þá lem ég þig fast í hausinn! og fleiri skemmtilegar athugasemdir um útlit mitt....: Þú ert ógeðsleg! Þú ert með ljótt hár! Þetta er ógeðslegt hús! og svona mætti lengi telja. Orðið "ógeðslegt" er ótrúlega vinsælt, sama hvort e-ð er ógeðslega flott eða ógeðslega ljótt.
Ég hélt að litlar 4 ára stelpur væru ekki mikið að spá í útlitinu.....I was wrong! Þó hún Dagmar mín sé oft að dressa sig upp, syngja og dást að sjálfri sér fyrir framan spegilinn þegar hún leikur frægar söngkonur, þá á hún það til að kritisera eigið útlit. Um daginn sagðist hún ekki ætla að vera með freknur þegar hún verður 5 ára. "Nú, ég er með freknur og það er bara mjög flott að vera með freknur", segi ég svona til hughreystingar. "Nei, það er ógeðslegt!" Hver er að spá í freknur á þessum aldri? Eiga börnin ekki bara að vera að leika sér og vera ligeglad um allt annað! Svo eru það áhrifin úr umhverfi barnanna sem upp á síðkastið hafa sýnt sig að vera töluverð, t.d. auglýsingar. Dagmar spurði mig um daginn hvort ég ætlaði ekki að fá mér svona krem fyrir brúðkaupið svo ég fengi svona sléttan háls?#!"#$"%#$%# Bíddu...er ég ekki með sléttan háls? Þarf að tékka á þessu. Reyndar hefur hún ekki talað um lengi að hún sé feit hér og þar....mikill léttir!
Svona er þetta nú stórmerkilegt. Kannski er þetta bara eðlilegt, sérstaklega hjá stelpum.....en 4 ára......come on!
Reyndar er hún Dagmar mjög skýr og er fljót að tileinka sér ýmislegt sem hún heyrir og sér. Ef hún fengi að ráða þá væri Popp-tv á allan daginn, því hún dáir alla þessa listamenn og tónlist, en verst hve margir þeirra eru fáklæddir og dansarnir glyðrulegir. Langar ekkert sérstaklega að Dagmar fái þá hugmynd í kollinn að bert hold og titrandi rasskinnadans og glennuskapur sé eftirsóknarvert. Mikið er leiðinlegt að sjá hvernig ímynd konunnar birtist okkur víða. Annað hvort eigum við að versla krem í tonnatali til þess að þroski okkar sjáist örugglega ekki, eða þá að vera fáklæddar og grindhoraðar. Þá kýs ég frekar þá ímynd sem var hvað mest áberandi upp úr miðri síðustu öld: heimavinnandi húsmóðir, með svuntu, kökukeflið í annarri, krakkann á mjöðminni og ryksuguna í hinni, brosandi glöð og hamingjusöm og allt tandurhreint og fínt!
Og hana nú...
Íris
miðvikudagur, 30. apríl 2008
sunnudagur, 20. apríl 2008
Fjórhjól og freknur
Undanfarnir dagar hafa verið hreint frábærir í alla staði. Síðasta föstudag fórum við Elín til RVK og fengum sett í hana rör og nefkirtlar teknir. Flugið og aðgerðin gengu eins vel og hægt er að óska sér. Hún var ægilega reið þegar hún vaknaði af svæfingunni, en jafnaði sig um leið og við fórum út af læknastofunni. Þar inni voru allir í grænum skurðlæknafatnaði sem henni leist ekkert á og vildi komast út hið snarasta. Í gær var hún svakalega brött og var úti að leika í blíðunni allan daginn með Dagmar Lilju, systrunum í þarnæsta húsi og okkur Óskari. Það er nú meira hvað gott veður hefur mikið að segja. Við drifum okkur út í garð og tókum hann aðeins í gegn, eigum reyndar eftir að klippa tréin aðeins. Þær systur fengu fullan kassa af útileikföngum og garðslönguna, og þá var allt í himnalagi -hægt að drullumalla og skíta sig út...það er bara gaman. Ætlun að finna einhvern kofa handa þeim þar sem þær geta drullumallað að vild, það gefst líklega ekki tími til að smíða einn eins og útlitið er núna, annað sem þarf að huga að. Síðan var grillið þrifið og borgurum skellt á sem voru snæddir með bestu lyst. Þannig að gærdagurinn kom okkur í sumargírinn sem er síður en svo leiðinlegur gír að vera í!
Í dag virðist veðrið ekki ætla að svíkja okkur. Byrjuðum á því að fá okkur morgungöngu til Ara og Inguló og fengum okkur snarl. Pabbi var að kaupa fjórhjól þannig að Óskar og Dagmar drifu sig þangað á meðan Elín leggur sig. Veit samt ekki hvort þeirra er spenntari...held Óskar :)
Vona að sólin skíni á ykkar bæ!!
Kv, Íris með fullt af nýjum freknum
Í dag virðist veðrið ekki ætla að svíkja okkur. Byrjuðum á því að fá okkur morgungöngu til Ara og Inguló og fengum okkur snarl. Pabbi var að kaupa fjórhjól þannig að Óskar og Dagmar drifu sig þangað á meðan Elín leggur sig. Veit samt ekki hvort þeirra er spenntari...held Óskar :)
Vona að sólin skíni á ykkar bæ!!
Kv, Íris með fullt af nýjum freknum
fimmtudagur, 10. apríl 2008
Endaspretturinn og fallega fólkið
Þá erum við "hjónin 2B" komin úr langþráðri borgarferð. Reyndar fannst okkur þessir dagar allt of fljótir að líða, en þetta var samt sem áður mjög kærkomið frí án barna :) Við keyptum hringana, servíettur, blöðrur, kertastjaka, völdum matarstell og hnífapör, fundum frábær kjólföt á Óskar frá 1950, sem tveir úr minni famílíu giftu sig í og ýmislegt annað. Við náðum að gera allt það sem við þurftum að klára að þessu sinni. Svo er líka búið að ráða söngvara og velja lögin, en tónlistin skiptir okkur MJÖG miklu máli. Þannig að núna er nettur fiðringur kominn í okkur og tilhlökkun! Ömmur og afar pössuðu systurnar og það gekk eins og í sögu. Reyndar var Elín e-ð slöpp sem reyndist svo vera eyrnabólga nr. 4 á þessu ári. Nú vonum við að þessi blessaði eyrnalæknir fari að hrigja í okkur, því rör eru það sem barnið þarf á að halda sem fyrst.
Það er svo merkilegt með kennara hvað þeir virðast vera verkefnaglaðir á leiðinlegum tímum, t.d. rétt fyrir annarlok og próf. Ég fer í próf 5 +6 +8 maí og alveg hellingur af verkefnum eftir. Lokaskil síðasta verkefnisins er t.d. 9. maí, eftir próf!! Nei takk....nú er bara að spýta í lófa og klára þetta helv.... Ég held ég muni aldrei verða eins fegin og þegar þessari önn lýkur.
Stöð 2 er búin að vera ólæst þessa vikuna, líklega vantar þá fleiri áskrifendur og eru að reyna að lokka þá með þessum hætti. Sá að það er ennþá verið að sýna "Bold and the Beautiful". Ó mæ god! Ég var húkt á þessum þáttum fyrir......17 árum síðan þegar ég bjó í DK, þar heita þættirnir "Glamour". En áðan sá ég s.s. byrjunina (ca 15 sek) og þar er hann Ridge að væla yfir því að einhver Nick (minnir mig) geti ekki gert hana Brook eins hamingjusama og hann sjálfur gæti. Bíddu....hversu oft er Ridge búinn að vera giftur Brook? Er hann skilinn við dökkhærðu gelluna? Er Brook kannski gift pabba Ridge, eða bróður hans? Eða er dökkhærða fyrrverandi eiginkona Ridge gift pabba hans? Úff...hver nennir að horfa á þetta? Fékk minn skammt fyrir 17 árum síðan.
Nóg í bili.
Íris
Það er svo merkilegt með kennara hvað þeir virðast vera verkefnaglaðir á leiðinlegum tímum, t.d. rétt fyrir annarlok og próf. Ég fer í próf 5 +6 +8 maí og alveg hellingur af verkefnum eftir. Lokaskil síðasta verkefnisins er t.d. 9. maí, eftir próf!! Nei takk....nú er bara að spýta í lófa og klára þetta helv.... Ég held ég muni aldrei verða eins fegin og þegar þessari önn lýkur.
Stöð 2 er búin að vera ólæst þessa vikuna, líklega vantar þá fleiri áskrifendur og eru að reyna að lokka þá með þessum hætti. Sá að það er ennþá verið að sýna "Bold and the Beautiful". Ó mæ god! Ég var húkt á þessum þáttum fyrir......17 árum síðan þegar ég bjó í DK, þar heita þættirnir "Glamour". En áðan sá ég s.s. byrjunina (ca 15 sek) og þar er hann Ridge að væla yfir því að einhver Nick (minnir mig) geti ekki gert hana Brook eins hamingjusama og hann sjálfur gæti. Bíddu....hversu oft er Ridge búinn að vera giftur Brook? Er hann skilinn við dökkhærðu gelluna? Er Brook kannski gift pabba Ridge, eða bróður hans? Eða er dökkhærða fyrrverandi eiginkona Ridge gift pabba hans? Úff...hver nennir að horfa á þetta? Fékk minn skammt fyrir 17 árum síðan.
Nóg í bili.
Íris
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)