fimmtudagur, 10. apríl 2008

Endaspretturinn og fallega fólkið

Þá erum við "hjónin 2B" komin úr langþráðri borgarferð. Reyndar fannst okkur þessir dagar allt of fljótir að líða, en þetta var samt sem áður mjög kærkomið frí án barna :) Við keyptum hringana, servíettur, blöðrur, kertastjaka, völdum matarstell og hnífapör, fundum frábær kjólföt á Óskar frá 1950, sem tveir úr minni famílíu giftu sig í og ýmislegt annað. Við náðum að gera allt það sem við þurftum að klára að þessu sinni. Svo er líka búið að ráða söngvara og velja lögin, en tónlistin skiptir okkur MJÖG miklu máli. Þannig að núna er nettur fiðringur kominn í okkur og tilhlökkun! Ömmur og afar pössuðu systurnar og það gekk eins og í sögu. Reyndar var Elín e-ð slöpp sem reyndist svo vera eyrnabólga nr. 4 á þessu ári. Nú vonum við að þessi blessaði eyrnalæknir fari að hrigja í okkur, því rör eru það sem barnið þarf á að halda sem fyrst.

Það er svo merkilegt með kennara hvað þeir virðast vera verkefnaglaðir á leiðinlegum tímum, t.d. rétt fyrir annarlok og próf. Ég fer í próf 5 +6 +8 maí og alveg hellingur af verkefnum eftir. Lokaskil síðasta verkefnisins er t.d. 9. maí, eftir próf!! Nei takk....nú er bara að spýta í lófa og klára þetta helv.... Ég held ég muni aldrei verða eins fegin og þegar þessari önn lýkur.

Stöð 2 er búin að vera ólæst þessa vikuna, líklega vantar þá fleiri áskrifendur og eru að reyna að lokka þá með þessum hætti. Sá að það er ennþá verið að sýna "Bold and the Beautiful". Ó mæ god! Ég var húkt á þessum þáttum fyrir......17 árum síðan þegar ég bjó í DK, þar heita þættirnir "Glamour". En áðan sá ég s.s. byrjunina (ca 15 sek) og þar er hann Ridge að væla yfir því að einhver Nick (minnir mig) geti ekki gert hana Brook eins hamingjusama og hann sjálfur gæti. Bíddu....hversu oft er Ridge búinn að vera giftur Brook? Er hann skilinn við dökkhærðu gelluna? Er Brook kannski gift pabba Ridge, eða bróður hans? Eða er dökkhærða fyrrverandi eiginkona Ridge gift pabba hans? Úff...hver nennir að horfa á þetta? Fékk minn skammt fyrir 17 árum síðan.

Nóg í bili.
Íris

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá, bara svaka kaupstaðarferð. Ekkert smá dugleg að græja þetta allt í einni ferð. Ganig þér vel í skólabaráttunni, þetta er törn en þú massar þetta.
Knús
Linda +1

Egga-la sagði...

Fylgdist með Glamour í viku í köben, hætti svo að horfa en fylgdist með í mánuð eða svo með að lesa í sjonvarpsdagskránni hvað gerðist, horfði svo aftur á þátt eftir mánuð og var alveg með á nótunum. Semsagt þarf ekki að horfa á svona þætti, nóg að lesa um þá. Hef svo ekki horft á það síðan.