föstudagur, 22. ágúst 2008

Rhodos, hversdagurinn og glæný frænka!!

Ég við byrja þennan pistil á því að monta mig aðeins, því í morgun eignaðist ég frænku. Hlynur og Hildur eru orðin stoltir foreldrar og ég samgleðst þeim innilega. Mikið hlakka ég til að knúsa hana og finna ilminn af henni....en ungabarnsilmur er besti ilmur í öllum heiminum! 15,5 merkur og 52 cm. Hlynur ætlaði að skella inn myndum á morgun á bloggið sitt, en linkinn sjáiði hér til hliðar.

En eins og dyggir bloggaðdáendur mínir ;) hafa tekið eftir er ég ekkert sérstaklega iðin við það að blogga. Nennti því ekki í fyrstu, síðan setti ég inn svakalegan pistil og fullt af myndum, sem á einhvern óskiljanlegan hátt klúðraðist. Eftir svoleiðis leiðindi er maður lengi að koma sér í gírinn aftur. Síðan þá er búið að vera nóg að gera....en byrjum á Rhodos:
VÁ hvað það var frábær ferð í alla staði. Við hjónin vorum eins og lufsur í hitanum og aðgerðaleysinu. Mikið svakalega var gott að fá sér einn síestublund um miðjan dag, sötra mojito á kvöldin og liggja í sólbaði þess á milli. Við höfðum okkur nú samt af stað í tvær skipulagðar ferðir, annarsvegar um miðborg Rhodos og hinsvegar til smábæjarins Lindos. Í 35 stiga hita (lágmark) gengum við upp 300 tröppur til að berja leifar Aþenuhofsins augum og á toppnum var ekkert venjulega fallegt útsýni yfir Lindos. Hótelið var meiriháttar flott, maturinn góður og loftræstingin, sem er afar nauðsynlegt auðvitað, og fólkið vingjarnlegt. Það eina sem var ekkert sérstaklega vingjarnlegt var verðið....allt genginu að kenna! En þarna hlóðum við batteríin og vorum ansi lengi að koma okkur í 3., 4. og 5. gírinn sem tóku við þegar heim var komið. Á mynd 1 sést brot af þessu glæsilega og girnilega útsýni frá Aþenuhofinu yfir Lindos. Á mynd 2 stend ég við einn innganginn að gamla miðbæ Rhodos sem er svakalega fallegur. Á þeirri þriðj erum við hjónin reddí to go home, sólbrún og sæl, svona eins brún og við hvítingjarnir gátum orðið á einni viku :)








Erum að fara í brúðkaup Hjalta og Guðrúnar á morgun, gaman gaman! Síðan tekur alvara lífsins við á mánudaginn þegar Íris gerist kennslukona í fyrsta sinn...spennandi og mjög svo krefjandi verkefni fyrir höndum. Ætla ekki að skrifa meira í bili, en læt nokkrar myndir frá brúðkaupsdegi okkar fljóta með, teknar af Hlynsa hinum nýbaka föður!! Glæsilegar myndir hjá honum...þúsund þakkir!!




5 ummæli:

Egga-la sagði...

djö.. er hann góður að taka myndir. Öfund x 3. Verð að fara að læra meira. En þið voruð nú eins og kvikmyndastjörnur svo það er kannski erfitt að taka lélegar myndir af svona glæsileika.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Þið eruð yndisleg:)!!!

Nafnlaus sagði...

FRÁBÆRAR myndir og tillykku með frænkuna. þetta hefur greinilega verið góð ferð hjá ykkur hjónunum:-)
Gangi þér vel í kennslunni
Hilsen, Eva Björk

Nafnlaus sagði...

Hæ Íris rakst á þetta blogg hjá ASK gaman að sjá hvað þú ert að gera þarna í sveitinni. Til hamingju með brúðkaupið og gangi þér vel að kenna í vetur. Spái því að þetta verði erfitt en gaman, miðað við mína reynslu frá í fyrra.
Vorum að spá í að hringja í þig í sumar á leiðinni á Bræðsluna en vorum svo voða mikið að flýta okkur enda hræðilega löng leið.
Bestu kveðjur Eva Hrönn

Nafnlaus sagði...

Hæ, oh gaman að sjá svona flottar myndir af ykkur hjónunum.
Gott að þú ert byrjuð að blogga aftur og gangi þér vel í vinnunni.
Kv. frá Köben
Linda