miðvikudagur, 18. febrúar 2009

Ekki beint tíðindalítill dagur..

Það er ótrúlegt hvað lítið er að frétta svona almennt. Síðan koma tímabil þar sem allt er að gerast og þannig hefur vikan verið, og það er nú bara miðvikudagur. Á mánudaginn eignuðust Halla Katrín frænka og Gunnar frumburðinn, yndislegan dreng og óska ég þeim innilega til hamingju með það, þó að ég efi nú að þau hafi tíma til að líta af drengnum til þess að lesa þetta blessaða blogg mitt.
Síðan frétti ég í dag að vinir okkar Óskars hafi eignast stúlku nr. 2 (hjá þeim) nr. 3 (hjá honum) nema hvað að greyið pabbinn var í Köben og missti af fæðingu dóttur sinnar. Hún átti ekki að fæðast fyrr en eftir um 10-14 daga, en svona er náttúran. Frétti að hann hafi fengið sér einn öl á krá til að róa taugarnar og að mikil gleði hafi breiðst út meðal gesta þegar barþjónninn náði að veiða upp úr föðurnum hvernig staðan var. Gaman að því þó að hann hafi eflaust viljað vera í faðmi fjölskyldunnar. Til hamingju elsku Daði, Herborg, Rebekka og Mía.
Mamma hringdi í dag og sagði mér síðan fréttir sem ég átti langt frá því von á, en hún Anna Marín frænka mín er gift!!!!!! Ekkert að því auðvitað, nema bara að hvorki ég né aðrir í familíunni hafa séð eða hitt eiginmann hennar og hún hefur ekki hitt tengdó. Smabandið hefur staðið stutt yfir en þau hafa þekkst nokkuð lengi. Hahahaha...svona er ástin og ég samgleðst henni innilega. Anna Marín er yndisleg manneskja og á skilið allt það besta. Knús Anna mín!!
Held ég fái mér bara einn öl og melti fréttir þessara þriggja daga. Börn og ástin..hvað er mikilvægara!!! Ekkert...
Over and out!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

það er naumast mikið um að vera þessa dagana. Óska þeim öllum til hamingju ;)
kveðja Erla

Unknown sagði...

Hvað er í gangi...er anna marín gift!!!!???? jahérnahér og Halla bæuin að eignast strák...flott. Það var ágætt að ég datt inn á síðuna, annars veit ég ekkert hvenær ég hefði heyrt allar fréttinrnar.

Bið að heilsa öllum
kv Gummi bró

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Það er ekkert annað! Fullt að gerast. Gaman að því.