fimmtudagur, 16. ágúst 2007

Veggfóður, Köben, skóli......

Jæja, þá er maður orðinn árinu eldri & ég tel mig ekki breytta á neinn hátt, a.m.k. ekki orðin "kelling" ...ennþá...hjúkk!! Að tilefni dagsins var velútvöldum vinum & fjölskyldumeðlimum boðið í kaffisamsæti (soldið kellingalegt..eða?) sem var bara fínt. Óskar lét ekki sjá sig þar sem hann var í fjallgöngu með öðrum göngugörpum. En hann færði mér þennann líka flotta útivistarfatnað, sem ég er hæstánægð með. Hann klikkar ekki...sko Óskar!
Annars ætluðum við "hjónin" að ráðast í veggfóðrun í fyrsta sinn á ævinni & eftir þessa heiðarlegu tilraun, lítur allt út fyrir að þetta hafi einnig verið okkar síðasta. Já, maður er ekki fæddur til að veggfóðra, það er nokkuð ljóst..en flest annað auðvitað :)
Svo styttist óðum í að alvara lífsins taki við að nýju, já skólinn bara að byrja eftir rúma viku. Þá fer ég keyrandi til höfuðborgarinnar & verð í 5 daga "orlofi", þ.e. húsmæðraorlofi. Þá verður sú styttri bara að gjöra svo vel að sætta sig við að hætta á brjósti fyrir fullt & allt, en eins & það er frábært að fá það frelsi á ný, þá mun stór partur af mér sakna þess, þetta er svo kósý! Ég verð í 10 einingum í haust & ég verð bara að játa það að ég kvíði svolítið náminu, aðallega vegna þess hve hún Elín mín sefur lítið á daginn. Spurning um hvort hún skreppi ekki til dagmömmu 2-3 skipti í viku 2-3 tíma í senn, svo ég geti afrekað eitthvað smá. Hún er líka svo mikil mömmustelpa, að ég held við hefðum báðar gott af þessu, svo finnst henni fátt skemmtilegra en að vera umkringd krökkum & börnum, þá er sko stuð!
En ég hlakka voða mikið til að hitta vinkonur mínar, ömmu & fleira fólk sem mér þykir vænt um & sakna að hafa nálægt mér.
Við mamma ætlum svo að lyfta okkur aðeins upp í vetur, nánar tiltekið í nóvember & skella okkur til Köben, en sú borg er í miklu uppáhaldi hjá mér & reyndar henni líka. Finnst eins & ég sé komin heim þegar ég er þarna, enda farin að kunna ansi vel á pleisið & svo er íbúðin hennar Mæju svo frábær & alveg niðrí bæ. Þannig að það gerist ekki betra. Kannski maður kíki á nokkra brúðarkjóla í leiðinni..hmm.. Talandi um það, þá er 12. júlí ekki alveg niðurnegld dagsetning, þið verðið bara að bíða spennt eftir frekari upplýsingum.
Jæja, best að kíkja á draugaþáttinn á Discovery...úúhhhhh...læt þetta því nægja að sinni.
Hafðið það gott þangað til næst...

5 ummæli:

Egga-la sagði...

Sorrý gleymskuna, til hamingju með afmælið. maður er svo utan við sig þessa dagana enda allt á haus hér.

Nafnlaus sagði...

ohh, til hamingju með afmælið elskan. Hlakka til að sjá þig í borginni og gangi þér vel.
Kv. Linda

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn aftur ;)
Þú verður seint "kelling" Íris mín...enda erum víst ekki ennþá komnar á "besta" aldurinn ;)
Hafið það gott, bið að heilsa öllum
Kv. Erla

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Til hamingju með afmælið. Ég held svona satt best að segja að þú verðir seint talin til kerlinga. Hafðu það gott og góða skemmtun í Köben.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn, hlakka til að sjá þig í skólanum. Og svona by the way þá ert þú ekki kelling.....hahahahaha
Gerir þér vonandi grein fyrir því að 30+ára konur eru allra kvenna flottastar...hahahahahahahaha
Borgarbúi nr.1 kveður að sinni.....kallast reyndar Gæra þessa dagana....hahahaha