fimmtudagur, 13. september 2007

Áááái....

Já það er ekki tekið út með sældinni að vera ég þessa dagana. Nú er "come back" í ræktinni, búin að fara 2x í þessari viku, í bodupump og bodystep! Það er yndislegt að finna LOKSINS aftur fyrir þessum vöðvum mínum, sem hafa legið í dvala svo lengi, en mikið er það rosalega sárt. Get varla haldið á Elínu fyrir harðsperrum...OMG!! Þetta eru frábærir tímar hjá henni Kollu vinkonu, og meðalaldurinn er örugglega 45 ára, sem er frábært! EN.... hvar eru yngri stelpurnar?? Sorry to say, en ég held að ef við vigtuðum allar stelpurnar á Höfn á aldrinum 25-35 , þá fengjum við meðaltal LANGT yfir kjörþyngd (og þá meina ég langt)! Ég er ekki að segja að allir eigi að vera flottir og fitt, en þegar þetta er komið út í öfgar þá er mér nóg boðið, svona ungar stelpur.
Annars gengur lífið sinn vanagang hér hjá okkur, Elín að jafna sig á eyrnabólgu og tönnunum fjölgar bara. Dagmar Lilja er ennþá með unglingaveikina hina fyrri. Fyrir utan æðisköstin, þá er útlitið allt í einu orðið svakalegt atriði, sagði meira að segja við Óskar einn morguninn þegar verið var að velja föt fyrir leikskólann: "Pabbi, ég vil ekki að Björgvin sjái mig í þessum buxum!" Jájá...einmitt...þú ert 3ja ekki 13!!!!
Over....Íris (90-60-90) hehe..

5 ummæli:

Egga-la sagði...

Blessuð góða hún á eftir að fá fleiri fyrirtíðar unglingaveiki(r). Saga búin að ganga í gegnum fleiri svona tímabil. Held að það sé verið að undirbúa okkur hægt og rólega fyrir það sem koma skal. Saga neitaði að fara út um daginn án maskara og gloss.What's a mom supposed to do!

Nafnlaus sagði...

Hva eru allar stelpur orðnar spik feitar á höfn??? Það er ekkert betra en að taka vel á því í ræktinni. Við Rakel vorum að hlægja af Dagmar.....díses hvað hún eldist fljótt maður bara strax komin með unglingaveikina......bara fyrr til en mamma sín á sínum tíma....hehe
Við biðjum að heilsa hérna frá Stockholm city

Nafnlaus sagði...

hehe, vá hvað Dagmar er fyndin!
bið að heilsa,
hlynur og hildur

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég er einmitt að byrja í pilates á mánudaginn og býst við að ég komi heim í börum.
Dagmar góð,haha:)

Nafnlaus sagði...

Þetta er bara byrjunin...bíddu bara eftir glossinum og ilmvatninu...ef það ekki þegar orðið vandamál.
Gaman að þessum litlu skinnum ;)

Body pumpið gefur ágætlega strengi...mæli með því.
hafið það gott
Kveðja frá Hú