mánudagur, 3. september 2007

úff.....

Þá er ég komin heim úr borginni. Hitti auðvitað helling og hitti líka EKKI helling, en svona er það bara. Það er nú meiri lúxusinn að koma í svona borgarferð, manni er boðið í mat nánast alla daga og frí gisting. TAKK fyrir mig...you know who you are!!:)
Ég hélt ég gæti ekki komið mér yfir pípuhliðið, svo erfitt var að fara frá litlu snúllunum mínum. Það er nú meira hvað maður er ótrúlega háður þeim. Svo var ég extra viðkvæm þar sem ég var að hætta með Elínu á brjósti og ég sakna þess ekkert smá. En þessi elska er svo mögnuð og var rosalega góð. Óskar er líka einstaklega laginn og hún þekkir pabba sinn vel, þar sem hann er búinn að vera í barneignaleyfi í 1 1/2 mánuð. Skólinn er byrjaður á fullu og ég vona að ég hafi þetta. Sem betur fer er bara próf í 1 áfanga, en það þýðir jafnframt að ég verð að vinna jafnt og þétt alla önnina og skila mörgum verkefnum, en ég geri hvað sem er fyrir að losna við próf!! Titillinn á þessu innleggi vísar til þess ástands sem nú ríkir á mínu heimili...eyrnabólga!!! Já hún Elín mín komin með þennan fjanda, hvað er málið með eyrnabólgu og íslensk börn?? Það hefur því verið lítið sofið (vægast sagt) síðustu daga. En það er gott að fá það á hreint hvað er að hrjá litla skinnið og bæta ástandið asap!!
Var boðið að vera með í föndurklúbbi...nú er bara að leggja höfuðið í bleyti og finna uppá einhverju sniðugu að gera....er ekki prjónatýpan því miður!!
Lifið heil kæru vinir :):)

4 ummæli:

Egga-la sagði...

hvernig væri nú að læra að prjóna eins og þetta fólk sem gerði þessar fígurur. http://www.funforever.net/archives/category/funny/ þú myndir slá í gegn í Hlaðvarpanum.

Nafnlaus sagði...

Æi, leiðilegt að geta ekki hitt þig sæta mín. Við tökum þetta næst með trompi.
Gangi þér vel í öllu þínu. Er heldur ekki prjónatýpan. En örugglega margt annað hægt að gera, er ekki scrapbooking í tísku.
Kv. Linda

Nafnlaus sagði...

Hae, sammala Lindu med scrapbooking. Er alltaf a ledinni sjalf ad fara ad gera eitthvad creative en er alveg glotud med ad koma einhverju i verk eftir vinnu. Vona ad su yngri gefi ther sma frid til ad lesa.

Halla Katrín sagði...

ú ég vissi ekki að þú værir með blogg...bæti þér inn í blogghringinn minn :)