miðvikudagur, 17. október 2007

Ný borgarstjórn!

Nei bara grín, ég ætla sko ekki að tjá mig um það mál, nóg er gert að því á öllum öðrum stöðum. Vona bara að ný borgarstjórn komi með einhverja góða lausn á leikskólavandanum. Læt þar við sitja!

Var að fá fréttir af nýjum fjölskyldumeðlimi, en hún Anna Marín frænka mín var að eignast frumburðinn í dag 17. okt, og fæddi stelpu. Ætla heldur betur að máta þá litlu þegar við mamma skreppum til Köben í nóv.
Okkur Óskari finnst við alltaf eiga svolítið í henni Önnu Marín, því við þrjú bjuggum saman á tímabili þegar við Skari vorum í FÁ. AM var þá í 10. bekk og mamma hennar nýflutt til Skagen. Þetta voru nokkrir mánuðir á Bergstaðastræti, í frábærri íbúð sem mamma hennar átti. Við Óskar vorum soddan hjón að okkur var treyst fyrir unglingnum :) Það var mikið spilað, man að rommý var einna vinsælast, vorum eiginlega orðin spilafíklar. Þannig að, í ljósi þessa órjúfanlegu tengsla, á ég auðvitað von á að daman verði skírð í höfuðið á okkur...Íris Ósk...Heiður Ósk...eða bara Íris Heiður :)....já, eða kannski bara e-ð allt allt annað, en þá fer hún af brúðkaupsgestalistanum for sure!

Við Elín Ósk ætlum að skreppa í bæinn á morgun með flugi, bara rétt til að láta sérfræðing kíkja í eyrun á henni og svo heim aftur. Sem betur fer er jafnþrýstibúnaður í vélinni, þannig að minni líkur eru á að hljóðhimnan springi, en hún er víst útþanin öðru megin a.m.k. Með fullri virðingu fyrir heimilislæknum, þá segir fyrri reynsla okkur á eyrnabólgu það að fara bara beint til sérfræðings. Einn sagði t.d. að Dagmar væri bara með smá roða...hmmm já ok, en viku seinna sagði annar að hún væri með mikla eyrnabólgu, sem væri búin að vera lengi 3-4 vikur og Dagmar greyið með rétt um 50% heyrn. Tökum þ.a.l. enga sénsa!

Nóg í bili,
Íris

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já nú líst mér á ykkur mæðgur... vonandi gengur ferðin vel... já svo er vínklúbbur hjá Svölu á fimmtudagskvöldið, þá er bara að mæta með flösku svona eftir hálf níu.... hlakka til að sjá þig þá´´ Kolla

Nafnlaus sagði...

Vona ad ferdin hafi gengid vel gg ad Elin Osk se betri i eyrunum.

Nafnlaus sagði...

Hæ og takk fyrir síðast. Vonandi gekk vel hjá lækninum. Sjáumst við um helgina? Vona það.Kv. Linda

Nafnlaus sagði...

Maður á ALDREI að fara til heimilislækna!!!!!! og hana nú.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Íris mín, ertu nokkuð dauð?

Nafnlaus sagði...

Aei hvad thad var gaman ad sja thig Iris min, tho stutt hefdi verid! Vona ad su yngsta se ordin god. Aetla ad reyna ad heyra i ther fljotlega saeta min,

Knus og kossar
Eva

Nafnlaus sagði...

Og takk fyrir mig aftur. Eg er ekkert sma anaegd med vestid. Verdur frabaert i veturinn herna.