fimmtudagur, 6. desember 2007

Ó hvílíkt frelsi!!

Frábær tilfinning að vera búinn með skólann á þessu ári a.m.k. Þá tekur bara eintóm sæla við án námsbóka í heilan mánuð, getur ekki orðið betra!! Gat ekki varist brosi þegar ég gekk út úr prófstofunni, enda ekkert lítil verkefnagleði kennara á önninni og mikil vinna þar af leiðandi. Það er svo kósý stemning hérna í sveitinni, að öllum sem voru í prófi var úthlutað sprittkerti til að ná slökun. Svei mér þá ef það hefur ekki bara virkað!
Nú ætla ég s.s. að leggja mig alla fram við að komast í jólagírinn, skreyta hátt og lágt, kaupa jólagjafir, prenta jólakort, BAKA og hlusta á yndisleg jólalög. En ég er búin að komast að því hve lítið jólaskraut ég á núna, miðað við þegar ég bjó í Hraunbænum, húsið er svo stórt! Geri það besta úr því sem til er, sem vonandi dugar. Held samt að það þurfi ekki mikið til, ég er nú þegar komin í þvílíkt jólastuð :) Og svona til þeirra sem eru jafn litlir bakarar og ég, en ALLT mislukkast sem ég reyni að baka, þá er ég búin að komast að því að lyftiduft og natron er EKKI það sama (og ég nýbúin að fatta það,31 árs gömul...sssshhhhhhh ekki segja)!! Hahahaha....nútímahúsmóðir eða hvað?
Jæja, út með skólann inn með jólin:) Jibbí
Kv, Íris Konditori

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með að vera komin í jólafrí :) Skammdegið er alveg að fara með mig hérna, það er dimmt þegar ég fer í vinnuna og orðið dimmt aftur þegar maður er búinn, úff!
En nú eru komin svo mörg jólaljós sem lýsa allt upp :)
Hlakka til þegar ég fer í jólafríið.
Hafið það nú gott í jólaundirbúningnum og njóttu þess vel að vera skólabókalaus þennan tíma :)
Bestu kveðjur,
Heiðrún R.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Til hamingju með að vera komin í jólafrí-nú ertu frjáls:)
Mér fannst síðasta málsgreinin æðisleg og hló mikið, samt ekki hátt því strákarnir sofa...ég segi engum.
hafðu það gott jólaálfur og njóttu aðventunnar og öllu sem henni fylgir. Ef þú ferð út í búð á Þorláksmessu, viltu þá kinka kolli einu sinni, bara svona til þess að heilsa mér? Mig langar nefnilega svo heim í hornfirska aðventu.
Svanfríður

Nafnlaus sagði...

TIl hamingju með að vera búin með prófin!! þetta er bara besta tilfinningin!! Jólafrí... verð sjálf á þessum stað 12. des:)
- til lukku með að vera komin á það stig í bakarnum að vita að natron og lyftiduft sé ekki það sama;) heheh... heyrði af einni í gær sem gat ekki séð mun á að setja salt eða hjartasalt í smákökurnar;)

- Er búin að smella í sex sortir af smákökum og þú ert alltaf velkomin í kaffi;)

knúúús...
íris

Nafnlaus sagði...

Til lukku Iris min. Njottu thess ad vera i jolafrii med familiunni. Eg sjalf er i flutningum! Gaman gamn, vonast samt tila d vera komin inn fyrir jol. Knus og kossar, Eva

Nafnlaus sagði...

Svo lengi lærir sem lifir! Njóttu daganna. Guðlaug Hestnes