föstudagur, 14. desember 2007

jólajólajólajóla...

Þá er jólaundirbúningur hafinn hér á Mánabrautinni fyrir alvöru. Rauð jólasería hangir framan á húsinu, inniljós hér og þar og svo auðvitað jóladúkar og aðventuljós. Húsmóðirin ég fór meira að segja út í blómabúð og keypti efni í útikrans, en slíkt föndur er ég síður en svo þekkt fyrir. Ég fékk góðar leiðbeiningar og aðstoð mömmu við að koma honum saman, og er ég bara hin ánægðasta með útkomuna. Svo skellti ég í súkkulaðibitasmákökur sem lukkuðust líka glimrandi vel og bragðast sem betur fer líka jafn vel. Held að þessi lyftidufts-natron uppgötvun mín sé loks farin að skila árangri!! About time!
Eitt af því besta sem ég veit, er að lesa góða bók, það er minn quality time. Nú eru skólabækurnar komnar til hliðar og LOKSINS er ég farin að lesa Flugdrekahlauparann. Þetta er reyndar í þriðja sinn sem ég byrja, en sökum anna hefur bókin alltaf verið lögð til hliðar. Núna er ég komin langt með hana og get varla lagt hana frá mér. Ef þið hafið ekki lesið hana, þá er óhætt að mæla með henni.

Nú fær hún Dagmar Lilja í skóinn í fyrsta sinn, en hún talaði ekkert um þetta á síðasta ári og því fannst okkur tilgangslaust að byrja á þvi þá. Á hverjum morgni segir hún ,,mamma, sjáðu hvað Stekkjarstaur (eða hver sá sem kom þá nóttina) var ánægður með mig!" Og svo er svo leikandi létt að koma henni í rúmið þessari elsku, reyndar hefur það nú aldrei verið vandamál, en nú er enn meiri ástæða til að drífa sig í háttinn. Einn ókostur fylgir þessari heimsókn jólasveinanna og það er hversu áköf hún er að drífa sig fram úr á morgnanna, nú er ekkert verið að kúra..ónei!!


Á von á nokkrum kvennsum í heimsókn í kvöld, ætla að bjóða "föndurklúbbspíum" (með áherslu á föndur :) í spæsí súpu og öl, og svo verður líklega farið í leiki og ekki má gleyma jólapakkalottóinu. Kannski maður fari þá að taka til hendinni hér heima á meðan skotturnar mínar eru ekki á staðnum.
Gangi ykkur vel í jólaundirbúningnum!
Kv, Sveitapían


3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já það gott að það ríkjir mikill jóla andi heima hjá þér...
Hér sit ég aleinn, kærastan flúin til íslands. Er að hljóðmixa stuttmynd sem er það leiðinlegasta sem ég hef nokkurn tíman gert...
Borða þurrkaða fitu og áleggsafganga, vegna þess að búðin lokaði fyrr en ég hélt...
Já það er sko ekkert jólalegt hérna...nema þá kannski Tuborg jólabjórinn sem er hér við hliðina hjá mér...

nei djók, það er voða jólalegt í kaupmannahöfn..mikil stemmning niðrí bæ og riselaman og juleglögg útum alla veggi!
já ég kem austur örugglega þann 20 eða 21 ; )
bið að heilsa,
bæjó

Nafnlaus sagði...

tjekkaður á stuttmyndinni sem ég póstaði á bloggið, hún er svakalega flott!

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Flugdrekahlauparinn er rosalega góð, þar er ég sammála. Ég er að bíða eftir að myndin komi í bíóið hérna hjá mér..hún er komin hér í kring um mig þannig að nú styttist biðin.