þriðjudagur, 22. janúar 2008

Eitt & annað.....

Það er ekki hægt að kalla mig öflugan bloggara, enda þykist maður alltaf vera svo hriklega bissí og gefur sér lítinn tíma í bloggskrif. Ég er samt sem áður þess fullviss að ég hafi grætt nokkrar klukkustundir á dag eingöngu vegna þess að ég bý nú á Höfn en ekki í Reykjavík. Í borginni fannst mér ég alltaf vera keyrandi, og það eitt að skreppa í bónus tók lágmark hálftíma, en hér get ég skroppið í Nettó á 10 mínútum. Þrátt fyrir þessa auka tíma, þá hef ég samt sem áður ekki tíma fyrir það sem ég hélt að ég myndi hafa tíma fyrir þegar ég væri flutt í sveitasæluna. Reyndar kenni ég náminu um að miklu leyti, en þeir sem eru og hafa verið í háskólanámi vita að vinnudeginum lýkur aldrei, það er alltaf hægt að gera meira. Mikið hlakka ég til þegar áfanganum verður náð, og það styttist í það. Þessi önn verður mjög strembin, en á næsta ári dóla ég mér að takmarkinu og fæ vonandi að starfa sem kennari með á síðustu metrunum. Ég þurfti því ver og mjög mikið miður að hafna tilboði ,sem dönskusjúklingi eins og mér finnst afar spennandi, en það var afleysingakennsla í dönsku , 8 tíma í viku í 4-6 vikur. Allt er það skólanum að kenna...ENGINN tími, alltaf að læra. Það er nefnilega þannig að á þessari önn er ég í vettvangsnámi í 2. bekk í Nesjaskóla og mun kenna þar í byrjun mars í 2 vikur, en undirbúningur fyrir slíkt er afar tímafrekur. Tveir dönskuáfangar á önninni halda mér gangandi.....af hverju flyt ég ekki bara til Danmerkur?? Elska sumrin þar, reyndar eru sumur í flest öllum öðrum löndum heimsins betri en hér, elska málið, elska rólegheitin, elska þetta ekta danska andrúmsloft og elska dönsk hús, allavega mörg dönsk hús. Það er aldrei að vita, kannski maður skelli sér í mastersnám til Danaveldis eftir x mörg ár. Mamma og pabbi fóru nú út með okkur FIMM, já fimm stykki börn á aldrinum 1. árs til 15. ára takk fyrir og svo var keyptur hundur í þokkabót, þannig að á mínum bæ er "mikið mál" engin afsökun.
Jæja.....best að nýta tímann og læra ;)
Hilsen, Íris

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Endilega flytjiði til danmerkur,

Þið getið verið hjá okkur, tæpir 10m2 á mann, þð er svo gaman að vera saman ; )

kv Hlynur og Hildur

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel Írís í náminu. Þekki það að vinna á fullu og sinna námi og fjölskyldu. Varla nokkur tími í nokkuð annað. En þetta er yndislegt þegar þessu er lokið, þ.e. námið. Finnst samt enn eins og ég sé að gleyma einhverju á daginn, þ.e. að þurfa að læra :)
Bestu kv. Elsa Lára, Akranesi.

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Ég hef oft hugsað til þess að þú og þið eigið áreiðanlega eftir að færa ykkur um set til DK, þó að ekki sé nema í smá tíma. Og ég meina, afhverju ekki? Alltaf gott að búa í öðru landi, hollt fyrir stelpurnar að kynnast einhverju nýju-eg er viss á að þið gerið þetta einn daginn.

Nafnlaus sagði...

Sko...
ég skil þig súper vel að vera ekki ofurbloggari með allt á þinni könnu. Við erum nú ekki mörg hér í heimili en ég er algerlega sammála þér að það er oft margt annað sem er mikilvægara en að blogga. Við hér erum núna bæði búin með prófin:-) LOKSINS og eigum 1 viku í frí áður en næsta önn byrjar, og ætlum við að njóta þess að vera í fríi, þar sem við vorum að læra undir próf öll jólin og þess vegna er ég ekki buin að vera neitt ofur dugleg að kommendera hjá einum eða neinum.
Svo að öðru... ég tek undir með dine bro, bara kýla á það og koma til DK:-) ég man svona blörrað þegar við komum í heimsókn til ykkar þegar þú bjóst hérna. við erum með auka herbergi þannig að það væri nú bara gaman ef þið kæmuð:-)Þarftu ekki annars að koma hingað reglulega og halda dönskunni við?
Bestu kveðjur í fjörðinn fagra

Ameríkufari segir fréttir sagði...

alltaf þegar ég les þessa færslu (kíki auðvitað inn til að gá að nýjum færslum) þá les ég alltaf fyrstu setninguna að þú sért ekki "öfugur bloggari"...enda veit ég ekkert hvernig þeir í sjálfu sér myndu virka:)