föstudagur, 11. janúar 2008

Guð er alltaf að poppa!

Það er með eindæmum fyndið hvað börnin manns (og annarra) geta látið upp úr sér. Ef maður bara gæti lesið hugsanir þeirra, væri maður örugglega í krampakasti alla daga. Hún Dagmar mín er enginn undantekning hvað varðar spakmæli og fyndnar pælingar. Við Óskar þurfum alltaf að láta hana pissa áður en við förum að sofa, því annars eru 99 % líkur á því að hún vakni upp um miðja nótt til að pissa, og því nennum við ekki ;) Allavega..þá var ég að girða hana í fyrrakvöld þegar hún kom með þessa setningu um Guð sem væri alltaf að poppa! Já, er það...hmmm. Eftir að við mæðgur lásum kvöldsögurnar þetta sama kvöld þurfti hún mikið að spjalla. Ég ákvað að kúra aðeins hjá henni og eftir smá stund sagði hún: Mamma, veistu hvað mig var að dreyma? Nei...bara strax farin að dreyma? Mig dreymdi að ég væri á dansleik með Júlíusi og Björgvini, og þeir voru að halda á mér og lyfta mér og kyssast! Jahá...það er aldeilis, bara mín í einhverju prinsessudansleikjadraumalandi (fyrir utan það að hún var auðvitað ekki sofnuð og því ekki að dreyma). Hún tilkynnti mér svo það að hún og ofangreindir vinir hennar, sem eru tvíburabræður, væru kærustupar. Ok, snemma byrjar það......
En nú er Elín mín vælandi, litla lasna dúllan sem var svo heppin að fá einhvern vírus, þannig að ég læt þetta duga að sinni.
Over, Íris

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En fyndid. Thad er nu aldrei ad vita nema gud se alltaf ad poppa!