laugardagur, 2. febrúar 2008

Nýtt lögheimili: Heilsugæslan

Já það er ekkert lát á veikindum á þessum bæ frekar en fyrri daginn. Þessi janúarmánuður er búinn að vera alveg ótrúlegur. Elín mín byrjaði á því að fá hálsbólgu þann 4. janúar á afmælisdaginn sinn og í framhaldinu háan hita, farið var á heilsugæsluna og henni gefin sýklalyf. Litla greyið lagaðist nú lítið sem ekkert, var með svo mikla hálsbólgu að það mætti líkja við rödd 70 ára kellingar sem hefði drukkið 1 lítra af viský á dag frá fæðingu (svona cirka:). Ekki lagaðist þetta, hún borðaði kannski eina krukkumauk á heilum 5 dögum (og nú er ég ekki að ýkja). Litlu sætu lærakeppirnir voru farnir að láta á sjá, fyllingin að hverfa. Ákveðið var að fara aftur uppá heilsugæslu, niðurstaðan var vírus. Ekkert hægt að gera nema að stíla hana reglulega og vona að vírusinn fari fljótt. Eftir 10 daga veikindi var mín orðin frísk, sem kom sér vel því ég þurfti að fara í staðlotu til RVK, tók Dagmar með mér. Við mæðgurnar skemmtum okkur konunglega, fórum í leikhús að sjá Gosa, og hittum vini og ættingja sem maður sér allt of sjaldan, sem sagt svaka gaman. Við Dagmar komum heim á föstudegi og þar bíður Elín litla eftir okkur...lasin! Hringjum uppá Heilsó, niðurstaða annar vírus en ekki eins skæður, ætti að taka 3-5 daga, algengt að fá eftir fyrri veikindin. OK! Jæja, Elín mín varð hress á fimmta degi og gat skroppið til Birnu dagmömmu í nokkur skipti, henni til mjög mikillar ánægju. Greyið litla var farið að toga í útigallan sinn og barnavagninn í forstofunni og BIÐJA um að komast út. Ekki entist þetta nú lengi, því nokkrum dögum síðar var hún orðin slöpp...NEIIIII!!! Fór með hana uppá Heilsó, niðurstaðan, eyrnabólga og þ.a.l. sýklalyf again. Kvöldið eftir vaknar Dagmar Lilja upp með látum og kvartar yfir því að finna til í eyrunum. Fór með hana uppá Heilsó, niðurstaða eyrnabólga! Eyrnabólgusysturnar kláruðu sýklalyfjaskammtana sína í fyrradag og Elín búin að vera svaka spræk en ennþá svona hás...vona að það lagist fljótt. Í gær var Elín komin með hita, nefrennsli og hósta, öll einkenni eyrnabólgu....eigum tíma á mánudagsmorgunn. Dagmar Lilja aftur á móti finnur ekki lengur til í eyrunum, en nú vill hún alls ekki pissa því það er svo sárt. Hún grét á klóinu í dag og kvöld og orgaði af sársauka. Líklega blöðrubólga...hittum lækninn á morgun, vonandi með þvagsýni, ef hún fæst til að pissa.......greyin!!!
Vona að þessi mikli mánuður veikinda og sýklalyfja verði ekki öllu lengur en "bara" mánuður...fer samt að skríða inn í mánuð nr.2.
Ekki hressandi pistill að þessu sinni, en svona er nú bara Ísland í dag!
GEISP....Íris

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku Íris mín það er bara greinilega ekki nógu gott loft þarna lengst í ..... þú verður held ég bara að fara að huga að því að færa þig um set.

Kisstu litlu dúllurnar frá okkur og vonandi lagast þetta nú fljótt. Hlökkum til að sjá ykkur.

Kveðja úr Móabarði

Ameríkufari segir fréttir sagði...

úff..ég segi nú bara ekki annað. Kysstu þessa litlu fallegu gemlinga þína með ósk um bata og pestalaust ár.

Nafnlaus sagði...

says the majority of people cover their own funds on time and additionally with out penalty charges
A top credit card debt charitable desires how many persons looking towards these designed for aid over payday cash advance credit card debts that will increase this. debts a good cause says approximately buy any short-run, excessive desire funds this season. The particular good cause suggests 3 years in the past the amount of individuals with them was initially minor.
szybka pożyczka
pożyczka gotówkowa bez bik
pożyczka 8000
pozyczki-prwatne.com.pl
szybki kredyt na dowód bez bik

http://kredytybezbik24.net.pl
http://pozyczkanadowod24.net.pl
http://kredytybezbiku.biz.pl