fimmtudagur, 27. mars 2008

Harkan!

Þá er páskafríi lokið. Það var alveg æðislegt að fá Bjarka, Erlu og krakkana í heimsókn, og þetta var eitt besta fríið í langan tíma. Ég lærði ekkert, sem var alveg frábært fyrir geðheilsuna, fyrir utan það að lesa eina danska bók sem ég þarf að skrifa um síðar í mánuðinum. Bókin heitir Colorado Drömme, og er ástarsaga uppá rúmar 300 bls. En það er bara gaman og góð tilbreyting frá hinum hefðbundnu námsbókum.
Páskafríið einkenndist af áti og meira áti, smá djammi, en annars bara rólegheitum. Það voru allir við hestaheilsu sem betur fer og því var m.a. skroppið í fjöruferð í nístingskulda. Dagmar var ægilega ánægð að sjá Arnór frænda, og þrátt fyrir að hann sé nú 4 árum eldri en hún og orðinn svaka töffari með eyrnalokk, þá kom þeim bara ótrúlega vel saman. Hann má nú eiga það þessi elska að hann hefur alltaf verið einstaklega barngóður, og þegar við bjuggum öll í Hraunbænum þá lét hann það ekkert á sig fá að hafa litlu frænku í eftirdragi þegar vinirnir voru úti að leika.
En þar sem tíminn vægast sagt flýgur áfram og ég áttaði mig á því að það eru aðeins 3 mánuðir í brúðkaup, þá var keypt kort í líkamræktarstöðina hér á staðnum. Við Óskar hittumst í ræktinni í hádeginu 3-4x í viku og "work our assess off" hehe... Nú er það bara harkan og ekkert annað. Það er alltaf jafn erfitt að koma sér af stað, bara fara á staðinn, en um leið og ég byrja finnst mér þetta alltaf jafn gott og skemmtilegt. Þetta finnst mér æðislegur lúxus að geta hist í hádeginu og púlað saman. Blakið er auðvitað á sínum stað, alltaf á mánudögum, enda um að gera að hafa tilbreytingu í þessu.
Það styttist í helgarferð okkar "hjóna" til RVK. Ætlum að bruna eftir viku og vera frá fimmtudegi til sunnudags, ÁN barna. Það er reyndar nóg á dagskránni því það þarf að kaupa hringa, borðskraut, athuga með blóm og brúðarvöndinn, kaupa föt á stelpurnar, athuga með föt á Óskar o.s.frv. Við erum búin að bóka verkalýðsíbúð í borginni, þar sem við ætlum að sofa vel og lengi! Svo er ekki verra að vera boðið í mat til vina og vandamanna öll kvöld. Þetta verður fjör!!
Later.........Íris

3 ummæli:

Egga-la sagði...

Er búin að kaupa kjól fyrir brylluppið þitt, hvítan skóskíðan með slöri. Rosa flottur!

Nei bara grínast, er drappaður og hálf- stuttur!! Vona að ég verði líka komin í betra form en þar sem ég er eldri og ekki að fara að gifta mig er ég ekki eins dugleg og þið. Go girl!

Nafnlaus sagði...

Hae elskan min, vona ad tid njotid helgarinnar i Reykjavikinni. Gott hja ther ad vera i raektinni. Eg bara borda og borda, fekk sko paskaegg fra mommu og pabba, thau komu um paskana til okkar og thad var audvitad yndislegt. Forum til Montreal og bordudum voda godan mat. Sakna thin min kaera, hlakka til ad sja ykkur i sumar. Knus og knus og knus, Eva

Ameríkufari segir fréttir sagði...

gott hjá ykkur að hafa drifið ykkur í bæinn (smá öfund hér)
Ég einmitt sá Dagmar ykkar í fyrsta sinn, í fimleikum á laugardaginn var með afa Ara. Það var gaman að sjá hana. Hún furðaði sig samt á því hvernig ég þekkti nafnið hennar:)