þriðjudagur, 18. mars 2008

Ahhhhhh......

Já, mér fannst eins og það væri verið að pressa aðeins á mann þarna í Ameríkunni og ákvað að drífa í að skella einhverjum orðum á "blað."

Mér líður núna eins og titillinn á að lýsa, svona vellíðunarafslöppunareftirmikiðálagstunur! Nú er það bara páskafríið framundan í faðmi fjölskyldunnar og fjarri námsbókum eins og ég mögulega kemst upp með. Komst loksins í það í dag að þrífa svínastíuna sem á að kallast heimili. Óskar hafði orð á því í gærkveldi að við gætum farið að maila á þær á Skjá1, sem sjá um "Allt í drasli" þáttinn. Það versta var að ég hafði verið að hugsa það sama. En auðvitað kom það alls ekki til greina, svo ég skellti bara honum Palla vini mínum í spilarann í dag, svona 3-4x, og "blingbling." Það er nú meira hvað manni líður vel þegar allt er tandurhreint og fínt. Ég á ekki langt að sækja þrifæðið, ef það mætti kalla það svo. Á erfitt með að einbeita mér og framkvæma hlutina ef það er drasl eða skítugt í kringum mig. Get ekki einu sinni borðað ef það er ekki fínt!
Þetta var fínasta líkamsrækt, því það tekur á að þrífa 170 fm!

Er byrjuð í blaki, by the way. Hef farið síðustu þrjú mánudagskvöld og skemmti mér konunglega, þrátt fyrir marbletti og eymsli hér að þar. Þó ég sé nú enginn "smassari" né mikill keppnismaður þá er félagsskapurinn einn þess virði að mæta. Frábær tilbreyting og slæ tvær flugur í einu höggi, s.s. hreyfing og félagsskapur. Held þessu pottþétt áfram!
Ég vona að þið öll hafið það náðugt um páskana, og fáið íslenskt páskaegg hvar sem þið nú eruð stödd í þessum heimi. Það er möst!!
Later....Íris

4 ummæli:

Egga-la sagði...

Eins og gefur að skilja fer ég ekki í neitt þrif stuð við hann Palla, eða neitt stuð yfir höfuð. Kemst aftur á móti í rosa stuð við að opna fyrir pólska ræstitækninum mínum sem kemur aðra hverja viku. Mæ god hvað það er dejlig.

Nafnlaus sagði...

blak er fyrir annhvort stelpur, homma eða aumingja...

sammt fínt í blaki

Iris Heidur sagði...

Já Hlynur minn, ég þakka fyrir áhugavert innlegg :)

Nafnlaus sagði...

hahahaha ég fór að hlæja þegar ég sá um blakið.....maður á alltaf að spila íþróttir til að vinna!!!! En það er rétt, það er ótrúlega gaman í blaki, ég er mikill smassari, sérstaklega í uppgjöfum