föstudagur, 12. desember 2008

Jííiíííha!!!

Var svo gott sem í skrifuðum orðum að skila af mér síðasta verkefni annarinnar...þvílíkur léttir. Nú get ég farið að jólast, baka og skreyta...næs næs næs! Þá er það "bara" lokaverkefnið eftir og útskrift í vor....LOKSINS..mér finnst ég vera búin að vera endalaust lengi í Kennó og satt að segja er ég komin með nóg.
Á morgun verður mikil veisla og gleði í kofanum. Veiðiklúbburinn "Von bráðar" mun bjóða mökum upp á rjúpu, gæs og annað góðgæti. Miðað við alla Gestgjafana sem þeir skoðuðu og heitin á hinu og þessu, þá lofar kvöldið mjög mjög góðu.
Fengum málverk lánað heim frá honum Hlynsa snillingi sem mér finnst ólíklegt að hann fái nokkurntíman aftur....fittar fullkomlega hingað inn..verðið bara að koma og skoða :)
Jæja ég er búin að vera svo mikið í tölvunni undanfarið að ég er komin með ógeð.
Hafið það gott og farið ekki yfirum við undirbúning jólanna...njótið hans!! Hlakka svo til að grípa loksins í "Mænd som hader kvinder", stelast í konfektmola, smákökur og jólablandið...ahhhh..namminamminamm..
Íris með bros allan hringinn:):):)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til lukku med ad vera komin i fri! Hlakka til sjalf ad komast i fri eftir 2 vikur og koast adeins a klakann goda. Gangi ther vel i jola undirbuningnum. Kv. Eva

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Til hamingju með að skóla skuli vera lokið í bili og njóttu þín í botn!

Unknown sagði...

biddu....!!!! er ekkert verid ad plögga siduna mina fyrir jolaundirbuningin, eg helt ad vid vaerum vinir???

Annars frabeart ad vera komin i fri, eg fer i fri a föst. Heyrumst allavega 24 dec ef ekki fyrr, bid ad heilsa

Nafnlaus sagði...

Til hamingju að vera komin svona langt með námið og að vera búin með önnina. Þú ert alltaf svo dugleg og bara brjálað að gera hjá þér.
Ég fæ alltaf póstinn sem ég sendi á hrnarfjarðarmail til baka. En hér er alla veganna heimilisfangið mitt þótt seint sé.
Borups Alle 128, 5-1
2000 Frederiksberg
DK

Hafið það rosa gott um jól og áramót!
Knús og kram
Linda og co.