þriðjudagur, 23. desember 2008

Jólakveðja

Þegar litið er út um gluggann nú á Þorláksmessu mætti ætla að það væri 23. september en ekki desember. Það er rok og rigningin hefur séð til þess að ekki er eitt einasta snjókorn eftir. En sem betur fer hef ég verið að baka og skreyta og um leið hlustað á alíslensk jólalög sem koma mér alltaf í gott skap. Kannski að ég átti mig á því að jólin eru að koma þegar við förum í Nettó og verslum inn. Það er alltaf stemmning í búðinni og hellingur af fólki og allir í góðu skapi. Helga Dís og Co eru komin frá Osló og við eyðum aðfangadegi með þeim og tengdó á Silfurbrautinni, sem er eftir þvílíkar breytingar orðið eins og glænýtt hús. Síðan snæðum við hangikjöt á jóladag í faðmi mömmu og pabba, Hlyns, Hildar og Ídu Mekkínar, Ibbu, Haffa og Sigurðar Pálma.


Ég kem með áramótapistil þegar nær dregur gamlársdag. Þangað til vil ég óska ykkur öllum sem nenna að kíkja á þessa ekki mjög virku síðu mína, gleðilegra jóla í faðmi fjölskyldu og vina og heillaríks komandi árs.
Bestu jólakveðjur,
Íris

1 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Gleðileg jól Íris og fjölskylda og njótið ykkar með fólkinu ykkar.