mánudagur, 15. júní 2009

Kennarinn í sumarfríi ;)

Afsakið blogg-letina, hef einfaldlega ekki nennt að blogga lengi vel. Kannski það sé facebook að kenna, nú er maður í sambandi við alla þar.
Nú er maður kominn í sumarfrí og líkar það VEL!! Veðrið hér á Hornafirði hefur líka verið sérstaklega gott og alls ekki svo mikið rok, sem telst til frétta á þessum líka ágæta stað. Stelpurnar mínar fara í sumarfrí í júlí og því er ég í eins konar orlofi. Eins mikið og heitt ég elska mínar dætur, þá finnst mér svona frí samt mjög næs. Hef þó ekki setið aðgerðalaus, ónei, ekki eins og ég hangi yfir imbanum og leiki mér í tölvunni allan daginn. Hér er sko unnið hörðum höndum við það að fækka beðum í garðinum og reyta þau sem eftir eru, sem eru samt nokkuð mörg þrátt þrátt fyrir skerðinguna. Dagurinn hefst samt á skokki og sundi eða annað hvort, sem mér finnast mikil forréttindi og lúxuslíf. Síðan á að taka framhlið hússins aðeins í gegn, svalirnar orðnar ansi ljótar, en annars á að njóta lífsins í sumar á Fróni, enda ekki hægt að fara í frí út fyrir landsteinana þetta árið. Dagmar Lilju var boðið af ömmu sinni og afa að skreppa til Noregs í ágúst, svo hún verður sú eina í familíunni sem fer í dýragarð og á ströndina þetta árið. Það verður mikið stuð, því þar búa auðvitað Saga og Baltasar, frændsystkin hennar.

Annars verður eitt og annað um að vera í sumar, s.s. eitt stk. ættarmót og útilegur, og síðan er komið að hinni laaaaangþráðu útskrift minni úr HÍ-Menntavísindasviði (Kennó:) núna á laugardaginn. Sökum fjarveru frá börnum um síðastliðna helgi þar sem við hjónin skruppum með saumaklúbbnum og mökum í frábæra fjallgöngu, grill, djamm og gistingu, þá ætlum við að fagna þessum áfanga hér heima í faðmi fjölskyldunnar og grilla eitthvað gómsætt!

Þangað til næst, sem ég þori nú ekki alveg að fara með hvenær verður nákvæmlega... góðar sólar- og grillstundir!!!
Íris....endelig en lærer om 5 dage;)

3 ummæli:

Egga-la sagði...

Smá leiðrétting, hér er enginn dýragarður!

Nafnlaus sagði...

Frabert frabert. Gaman ad lesa frettirnar. Hlytur ad vera fraber tifinnng ad vera utskrifud. Til hamingju med afangann! Vona ad thu hafir thad gott i friinu. Mia er i banastudi alla daga og sefur rosa vel a nottunni. Knus til familiunnar. Hlakka til ad sja ykkur, vonandi a thessu ari! Eva

Nafnlaus sagði...

Nice brief and this enter helped me alot in my college assignement. Say thank you you as your information.