þriðjudagur, 9. október 2007

Away from home...

Já það voru fá viðbrögðin við alvarlegu innleggi síðast... enda kannski ekki furða!

En núna er húsmóðirin í RVK, búin að vera heila 6 daga og 2 eftir. Það er ansi langur tími og ég get ekki annað en viðurkennt hve mikið rosalega ég sakna stelpnanna og Óskars...maður kann ekki að vera svona einn lengur...a.m.k. ekki svona lengi. Það er reyndar búið að vera mjög gaman og ég hef hitt marga, sem er frábært. Skellti mér á djamm með Ingibjörgu sys, og ég hef ekki fengið mér í glas frá því í mars 2006 Ó JÁ.. og ég fór kannski heldur geyst af stað..hehe..rauðvín, hvítvín, bjór, kokteilar og tequila...úff! Ég leið líka fyrir þessa blöndu daginn eftir..OJ
Nú verð ég að fara að læra...en mikið hlakka ég til að komast heim til fjölskyldunnar, í kyrrðina og rólegheitin..ahhhhhh..
over, Íris

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

JÁ, OJJJJ... sá dr Phil þáttinn sem þú varst að tala um ...í síðasta bloggi reyndar;)
En ég var miður mín eftir þáttinn! fyrst reyndi ég að hugsa að þetta hlyti að vera leikið, en ákvað svo að hætta þessari afneitun..því miður er heimurinn svona! Vona að þetta séu verstu dæmi sem hægt sé að grafa upp...og bara jafn mörg og voru í þættinum:/ ...afneitunin heldur áfram.
En takk fyrir síðast hon!!
Gott að hafa þig í borginni!!!
síja!;)

Nafnlaus sagði...

Já það er satt hjá þér að maður kann ekki lengur að vera svona einn! og skil ég þig alveg að sakna þinna. Birkir er akkorat á Íslandi núna og við Garpur hér tvö en samt er ég hálf tóm þegar hinn helmingurinn er ekki til staðar... en nóg að gera hjá mér eins og vanalega þótt það sé haustfrí hjá okkur þessa vikuna sem er að koma því nokkur próf í þeirri næstu.
Hafðu það gott
Tjúllílú