þriðjudagur, 2. október 2007

Grimmur heimur

Verð bara að tjá mig um þann viðbjóð sem ég sá í sjónvarpinu áðan. Ætlaði að setjast niður og horfa á hinn heimsfræga Dr. Phil, en eftir að hafa séð introið, var ég fljót að slökkva á imbanum. Viðfangsefni þáttarins að þessu sinni var "Can you trust your nanny"? Myndbandsupptökur sýndu að sumum þeirra er greinilega langt frá því að vera treystandi, því börnunum var misþyrmt grimmilega. Mikið svakalega er til margt ruglað og grimmt fólk í heiminum. Vildi að heimurinn væri án ofbeldis, og vildi að ég hefði aldrei séð byrjunina á þættinum.
Blessuð börnin....snökt snökt..

1 ummæli:

Ameríkufari segir fréttir sagði...

svo þykir sumu fólki skrítið að útivinnandi fólk sem ræður til sín barnfóstru vilji fylgjast með! Það bara virðist vera full þörf á oft á tíðum.