

Nei það eru sko orð með sönnu, við hjónin eru algjörlega í skýjunum ennþá. Brúðkaupsdagurinn var fullkominn í alla staði og rúmlega það. Athöfnin frábær, séra Baldur skemmtilegur, söngurinn æðislegur og Óskar auðvitað laaangmyndarlegastur!!! Djömmuðum til að verða 3.30 og allir í rífandi stuði.
Ástarþakkir til ykkar allra fyrir að fullkomna þennan stóra dag sem við munum aldrei gleyma. Einnig kærar þakkir fyrir allar kveðjurnar og fallegar gjafir.
Knús og kossar,
frú Arason
Knús og kossar,
frú Arason
p.s. Nokkrar myndir sem teknar voru af honum Hlynsa bró snillingi. Þetta er smá upphitun en ég mun setja inn fleiri þegar þær koma í hús.