mánudagur, 30. júní 2008

Ekki lent.....




Nei það eru sko orð með sönnu, við hjónin eru algjörlega í skýjunum ennþá. Brúðkaupsdagurinn var fullkominn í alla staði og rúmlega það. Athöfnin frábær, séra Baldur skemmtilegur, söngurinn æðislegur og Óskar auðvitað laaangmyndarlegastur!!! Djömmuðum til að verða 3.30 og allir í rífandi stuði.
Ástarþakkir til ykkar allra fyrir að fullkomna þennan stóra dag sem við munum aldrei gleyma. Einnig kærar þakkir fyrir allar kveðjurnar og fallegar gjafir.
Knús og kossar,
frú Arason
p.s. Nokkrar myndir sem teknar voru af honum Hlynsa bró snillingi. Þetta er smá upphitun en ég mun setja inn fleiri þegar þær koma í hús.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Háttvirðuga frú Arason. Þér voruð eins og sumarblóm við síðsumars sólsetur og eigi var bóndi þinn síðri. Við hjónaleysin í Reykjavík Capital þökkum fyrir góðan dag sem lifa mun í rósrauðri minningu um ástina og ástarfund ykkar tveggja sem við vorum svo heppin að taka þátt í.

Daði von Breiðdahl og Herborg von Breiðdahl

Nafnlaus sagði...

Elsku Iris min,
Takk fyrir mig! Yndislegt ad geta verid med ykkur a thessum fullkmona degi. Hlakka til ad sja fleiri myndir af ykkur kaeru hjon. Knus og kossar til thin og allra thinna, Eva

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Elsku Írís og Óskar. Til hamingju með þennan dag-megi gæfa og gleði fylgja ykkur alltaf.
Kærar kveðjur úr Cary, Svanfríður og co.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þennan stóra áfanga og að hafa átt svona frábæran dag.Kveðjur frá DK Svava og Siggi