föstudagur, 13. júní 2008

Allt mögulegt....

Jájá, tíminn heldur áfram að fljúga áfram á methraða. Ég er enganveginn að skilja að ég sé að fara að gifta mig eftir 2 vikur, ómæ ómæ! Nú er búið að leggja inn STÓRA pöntun í ÁTVR sem vonandi mun duga gestum eitthvað frameftir nóttu og sjá til þess að það verði mikið húllumhæ og trallala. Einnig er góður maður á staðnum búinn að láta okkur fá trilljón lög sem við Óskar verðum að drífa okkur í að skoða og velja úr þau lög sem við teljum að muni halda uppi stuðinu (í bland við vökvann úr ÁTVR:). Og að sjálfsögðu verða nokkur velútvalin "bömp" lög, en þeir sem hafa einhvern tímann verið í partýi með fólki úr minni familíu vita hversu margir eru bömpóðir, að ógleymdum og sérpöntuðum ABBA og Pointer Sisters lögum....... en þeir sem ekki fýla þessháttar tónlist verða bara að gjöra svo vel að drekka meira og drífa sig í tjúttstuðið! Annars verða þeir bara dregnir útá gólfið af mömmu og öllum hinum ABBA -lýðnum. Í okkar brúðkaupi er skylda að skemmta sér vel og leeeengi. Einhvernveginn hef ég ótrúlega litlar, sem engar, áhyggjur af því að fólki mun leiðast, því allir þeir sem verða í Mánagarði þann 28. júní n.k. eru bara lífsglaðir og skemmtilegir einstaklingar.
En talandi um allt þetta áfengi þá er ég ótrúlega léleg þegar kemur að því að drekka vín. Hann Óskar minn fer bráðum að hafa áhyggjur af þessu, bindindismaðurinn sjálfur! Hvar annarsstaðar en heima hjá mér rennur áfengið út!!??? Ég keypti 2 kippur af julebryg öli í fríhöfninni þegar við mamma fórum til Köben í lok október s.l. Ég var búin að steingleyma þeim þar til áðan...ákvað að skella einum í kæli og var þá litið á dagsetninguna...rann út í febrúar! Þetta gengur auðvitað ekki. Opnaði eina hvítvín um síðustu helgi fyrir okkur Hlynsa bró og hún er enn ókláruð inni í kæli, viku seinna..... ég bæti úr þessu í Króatíu, engin spurning.
En yfir í allt annað, eiginlega framhaldssöguna um hana Elínu mína og eyrun hennar, en margir hafa fylgst með spennandi og ansi reglulegum lýsingum af veikindum hennar frá því 4. janúar á þessu ári ;) Þessi elska er aldeilis ekki búin að fá pensillín skammtinn fyrir árið...ónei, komin með sýkingu í vinstra eyrað og beint á uppáhaldsmeðalið sitt Kåvepenin. Vona að þetta sé endanlegur endir í þessari spennandi seríu...
Annar og mun alvarlegri hlutur átti sér stað í gær þegar tengdapabbi slasaði sig við vinnu sína og missti fingur, vísifingur hægri handar. Þetta var auðvitað mikið sjokk en hann er bara brattur kallinn og þakklátur fyrir að ekki fór enn ver.

Já það er s.s. allt að gerast hér, gott og miður gott, en allir eru fullir bjartsýni og hrikalega jákvæðir!!!
Kveðja....Íris ofurspennta!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

usss maður, þetta er hrikalegt með Ara!

maður verður víst að vera ansi fullur til þess að meika þetta djamm með fjöldskyldunni, abba osfrv....guð minn almáttugur

hlakka sammt til ; )

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Að skemmta sér með familiunni er það besta, það er allavega mín skoðun og því skil ég vel að ykkur hlakki til.

p.s ég veit að þú ert upptekin en viltu senda mér e-mailið þitt? á swanyiceland@comcast.net? takk

Nafnlaus sagði...

jiii, öfunda þig bara að eiga þetta eftir nafna mín!!!
-allra skemmtilegasti dagur sem hægt er að upplifa held ég bara!!!
Njóttu þess elskan mín- þessi dagur hefur amk ekki að geyma auka klst, það er eitt sem víst er:)
Mundu bara að taka myndir í undirbúningnum -og hertu þig vel upp (tilfinningalega séð), það er erfitt að fá ALLRA augu á sig í anddyri kirkjunnar -en æðislegt samt!!!:)
LOTS OF HUGS mín fagra tilvonandni brúður!!!
íris

Nafnlaus sagði...

Æi, leiðinlegt að heyra með tengdapabba þinn. Einnig með hana Elínu ykkar, þetta fer alveg að koma gott í veikindum hjá henni.

En spennó hvað það er stutt í þetta hjá ykkur. Oh, vildi óska þess að ég gæti komið og tjúttað með ykkur.
Gangi ykkur vel áfram í undirbúningi og að sjálfsögðu á stóra daginn elskurnar mínar.
Risaknús
Linda +1